Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 8
70
HEILSUVERND
að leita gullsins, meðal annarra þá félaga. Lögðu þeir upp
með mal og nesti og gengu síðan í þrjá daga um skóga
svo þétta, að sjaldan sá til sólar. Þreyttir og fótsárir komu
þeir úr þeirri leit aðeins reynslunni ríkari.
En heim stefndi hugurinn, heim í nóttlausa voraldar
veröld, þar sem ný verkefni biðu. Nokkru eftir heimkom-
una kynntist hann eftirlifandi konu sinni Sólveigu Lúð-
vígsdóttur. Þeim varð tveggja barna auðið. Erla, dóttir
þeirra, býr nú í Reykjavík gift núverandi arkitekt heilsu-
hælisins í Hveragerði, en son sinn misstu þau ungan af
slysförum.
Sigurjón stofnaði Bifreiðastöð Islands og rak um ára-
bil þar til hann seldi hana Ferðaskrifstofu ríkisins, þar
sem hann starfaði áður en hann tók við framkvæmda-
stjórn N.L.F-I. Nutu þá margir leiðsagnar hans sem farar-
stjóra í hópferðum um landið. Ýms aukastörf hafði Sigur-
jón með höndum t. d. í þágu æskulýðssamtaka og Guð-
spekifélagsins. Auk alls þessa sinnti hann fjölbreyttum
áhugamálum, ferðamennsku, iþróttum og andlegum hugð-
arefnum. Engan mann hefi ég þekkt, sem hefur haft jafn-
mikla unun af íslenzkri náttúru og hann. Hann stundaði
skauta og skíði af miklu kappi, þegar tími og atvik leyfðu,
og hugurinn leitaði víða. Hann hafði náin kynni af trúar-
brögðum spíritisma og Guðspeki, batt sig engum trúflokk-
um og lét aðra hafa trú sína í friði. Ekkert væri þó fjær
sanni en tala um trúleysi. Hvar sem hann fór, reyndi hann
að vera trúr hinu bezta í sjálfum sér. Menn kalla það ýms-
um nöfnum, — því ekki nefna það Guð?
Það var mikið lán að litla dýrið brást ekki vini sínum
í hríðinni forðum. Á umbrotatímum í ævi Náttúrulækn-
ingafélags Islands var komið til drengsins, og drengskapur
hans brást ekki. Loksins sá fram úr svörtu éli, maðurinn
fundinn, sem safnaði örlagaþráðum fámenns félagsskapar
í hönd sér og vann stórvirki vegna trúar sinnar á málefnið-
Vakinn og sofinn vann hann að framgangi félagsins, og
nú sáust merkin. Traustir menn tóku höndum saman,