Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 21
HEILSUVERND Rasmus Alsaker, lceknir: Lækning liðagigtar Höfundur þessarar greinar er lesendum Heilsuverndar þegar kunnur því að liér í ritinu hefur ýmislegt birzt eftir hann, og auk þess er hann höfundur greinar um meðferð ungbarna í „Nýj- um leiSum II.“ Hann er gamall og reyndur bandarískur læknir, sem beitt liefur jafnan náttúrlegum lækningaaSferSum meS hin- um bezta árangri. Er fróSlegt aS bera sarnan aSferSir hans og frú Ölmu Nissen viS lækningu á liSagigt. Eins og sjá má, eru aSferSirnar í meginatriSum þær sömu. Aðferðin við lækningu liðagigtar er þessi í megin- atriðum: 1. Fyrst af öllu þarf að reyna að glæða von og bjart- sýni í huga sjúklingsins. Kvíði, ótti og bölsýni tefja fyrir bata og geta komið í veg fyrir hann með öllu. 2. Nauðsynlegt er að drekka mikið af volgu vatni. Lítill maður þarf að drekka fimm vatnsglös á dag ,stórir menn meira. í heitu veðri, eða ef menn svitna mikið, þarf að drekka meira en ella. 3. Um fæðið er það að segja, að fyrst og fremst þarf að borða mikið af grænmeti og rótarávöxtum, sem mest ósoðið. Grænmetið hefir enn meiri þýðingu en ávextir, sem einna helzt ætti að borða í morgunverð. Súra ávexti ætti að forðast fyrst í stað, ef sjúklingurinn hefir miklar þrautir, unz innri hreinsun líkamans er vel á veg komin. Sneiða verður hjá öllum fjörefnasviptum fæðutegundum, öllum réttum og drykkjum, sem í er hvítur sykur eða hvítt hveiti. Þá verður að forðast allan steiktan mat, kjöt, krydd, og að sjálfsögðu te, kaffi, tóbak, gosdrykki og áfengi. 4. Tregar hægðir gefa liðagigtinni byr í seglin. Verður því að kappkosta að vinna bug á þeim. Rétt mataræði á

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.