Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 12

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 12
HEILSUVERND Orsakir tannátu Lengi hafa menn brotið heilann um eðli og orsakir tann- skemmda. Þær hafa verið vísindamönnum hin mesta ráð- gáta. Margar tilgátur hafa komið fram, og flestar verið hraktar jafnharðan. Efnagreining og smásjárrannsókn skemmdra tanna og heilbrigðra hafa til skamms tíma ekki fært menn nær lausn málsins. Skortur kalks eða fjörefna sem aðalorsök tannskemmda hefir reynzt ófullnægjandi skýring. I seinni tið hafa fræðimenn helzt hallast að þeirri kenningu, að það séu sýrugerlar í munni, sem eti sundur glerunginn og tannbeinið. En þessir gerlar þrifast bezt í mjölvi og sykri. sem sezt utan á tennur, þegar menn borða sætindi og fínan mjölmat. Berast böndin því fyrst og fremst að þessum fæðutegundum, sykri og fínum mjölmat, eins og náttúrulæknar og margir aðrar hafa löngum haldið fram. Enda þótt tannskemmdir hafi verið til á öllum öldum, eru þær augljós fylgifiskur hinnar svokölluðu „menning- ar“. Er óhætt að segja, að enginn sjúkdómur verði eins auðveldlega rakinn til breyttra menningar- og lifnaðar- hátta og tannátan. Frumstæðar þjóðir hafa lítið haft af tannátu að segja, fyrr en þær tóku upp matarhætti vest- rænna þjóða. Gildir þetta jafnt um hitabeltisþjóðir, sem sumar hafa nærzt aðallega á jurtafæðu ,og um Eskimóa, sem lifa að mestu á kjöt- og fiskmeti, og héldu tönnum sín- um óskemmdum, þangað til sætindi héldu innreið sína til þeirra. Hér á okkar litla landi blasa staðreyndirnar við á sama hátt. f dag finnst varla nokkur maður með allar tennur heilar. En við rannsókn á beinagrindum frá liðnum öldum er það mjög sjaldgæft að finna skemmda tönn.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.