Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 27

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 27
HEILSUVERND 89 að öðru leyti. Bólgurnar hjöðnuðu við hvíldina og salt- leysið, og um leið léttist hún um 5 kg, en að öðru leyti var ekki um neinn bata að ræða. Þegar Mona hafði legið þarna í tvær vikur, varð lækn- inum að orði dag einn á stofugangi: „Eitthvað verður að reyna“, og bætti svo við: „Viljið þér reyna Waerlands- fæði?“. Mona svaraði því játandi, og vissi þó ógjörla, hvað um var að ræða. Og nú varð gjörbreyting á viðurværi Monu. I morgunverð og hádegisverð fékk hún hrátt græn- meti og aldin, en krúsku og mjólk í kvöldverð. Henni bragð- aðist maturinn furðu vel, en hún saknaði þess að fá ekki kaffi. Á þriðja degi var þvagið orðið laust við eggjahvítu, og sykur í blóði og þvagi hafði minnkað. Að hálfum mán- uöi liðnum var állur sykur horfinn úr þvagi og blóðsykur eðlilegur, í fyrsta skipti í 17 ár, enda þótt insúlíngjöf hefði minnkað úr 20 strikum niður í 7 strik á dag. — Er heim kom, hélt hún áfram sama mataræði. Hún gat þó ekki stillt sig um að fá sér egg eða kaffi við og við, en komst að raun um, að það var henni fyrir beztu að láta það ógert. — Heiisa Monu hefir stórbatnað. Sjónin er orðin eðlileg, hárið tekið að vaxa og hefir fengið á sig frísklegan blæ, gröftur í munni horfinn, og þrátt fyrir færri hitaein- ingar í fæðinu hefir hún þyngzt. — Læknir hennar sýndi hana starfsbróður sínum einum, sem látið hafði í ljósi van- trú á slikan bata. En hann varð að viðurkenna, er hann hafði séð Monu, að bati hennar væri hreinasta furða. (Þýtt).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.