Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 16

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 16
HEILSUVERND Syknr og tannskemmdir Það mun nú vera talið sannað og viðurkennt af lækna- visindunum, að hvítur sykur eigi mesta sök á tannskemmd- um. En því miður bólar lítið á því enn, að þessi vitneskja sé notuð sem vopn í baráttunni gegn þessum alvarlega og útbreidda kvilla. Þó hafa sænskir tannlæknar nýlega hafið áróður gegn hvítum sykri, og væri óskandi, að stéttar- bræður þeirra í öðrum löndum tækju sér þá til fyrir- myndar. I Bandaríkjum Norður-Ameríku tóku menn eftir því, að í héruðum þeim, þar sem lítið var af flúor í drykkjar- vatni, voru tannskemmdir meiri en meðallag. Þótti sann- að, að flúorinn ætti einhvern þátt í að verja tennur skemmdum. Hafa því allmargar borgir í Bandaríkjunum tekið upp það ráð, fyrir forgöngu lækna, að bæta hæfi- legum skammti flúors í vatnslindir borganna, og er það talið hafa dregið lítið eitt úr tannskemmdum þar. En um þetta hafa risið harðar deilur meðal lækna, sem margir eru þessum ráðstöfunum andvígir. Röksemdir hinna síðar- nefndu eru þessar helztar: 1. Aðalorsakir tannskemmda eru allt aðrar en flúor- skortur. Flúorblöndun vatns er því kák eitt og getur jafn- vel orðið til að tefja fyrir því, að gangskör verði gerð að því að ráðast að sjálfum aðalorsökunum. 2. Flúor er mjög eitrað efni. í héruðum, þar sem drykkj- arvatni er 1,5 milligrömm flúors eða meira í hverjum lítra vatns, koma fram sjúklegar breytingar á tönnum, og það- an af stærri skammtar eru lífshættulegir. 1 drykkjarvatn

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.