Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 24

Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 24
86 HEILSUVERND an frá dýragörðum og krufningastofum húsdýra víðsvegar um heim. Dýrin fá yfirleitt ekki krabbamein í maga. Hvernig stendur á því, að maðurinn fær það svo oft, að það vill yfirgnæfa öll önnur krabbamein? Þeirri spurningu er engan veginn auðvelt að svara. Dr. Peacock hneigist að því, eins og raunar flestir krabbameins- fræðingar, að eitthvað hljóti að vera í fæðu manna, sem valdi krabbameini, eitt eða fleiri efni (carcinogen), sem hafa þau áhrif á kirtla magans, að þeir taka til að vaxa skefjalaust eins og krabbamein.“ Próf. Dungal telur líklegt, að steikt feiti sé eitt þeirra efna, sem valdið geti krabbameini i maga, enda hafi sum- um tekizt að framkalla krabbamein í dýrum með því að gefa þeim steikta feiti. Hinsvegar muni ýmislegt fleira koma til greina sem orsök magakrabba. En í þessu sam- bandi er rétt að rifja upp kafla úr útvarpserindi, sem dr. Halldór Hansen flutti fyrir nokkrum árum og birtist í Heilbrigðu lífi, 1,-—4. hefti 1949. Erindið fjallaði um krabbamein í maga, og þar segir svo: „XJm hinar eiginlegu orsakir krabbameins vita menn ekkert með vissu. Hitt er vitað, að það virðist aldrei myndast af fullkomlega heilbrigðum frumum, og að langvarandi bólgur eða langvarandi erting og hrörnun fruma, svo sem á sér stað í ellinni, greiðir mjög götu þess ... Slímhúðarbólgur í maga eru mjög algengar. Þær finnast állt að því í 90 af hundraði í fullorðnu fólki, ef slímhúðin er athuguð í smásjá. Það er heldur engin furða, þegar þess er gætt, hversu mikið mæðir á þessu líffæri og þá sér í lagi slímhúð þess (innsta laginu). Maginn er ekki aðeins sístarfandi mestan hluta sólar- hringsins, heldur verður hann að taka á móti allskyns tormeltri og illa tugginni fæðu, ertandi kryddi og æs- andi drykkjum, og það eigi sjaldan í óhófi. Slímhúðarbólgur í maga geta hinsvegar orsakazt af mörgum öðrum ástæðum. En í bólginni magaslímhúð myndast oft smásár, sprungur, „Polypar“ (svokallaðir)

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.