Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 31
HEILSUVERND
93
Radica og Dvodica aðskildar með uppskurði.
an á brjóstbeininu (sjá mynd). Uppskurðurinn virtist tak-
ast vel; á þriðja degi fóru systurnar að nærast, og á 4.
degi báðu þær um leikföng. En viku eftir uppskurðinn
fékk Dvodica krampaköst og andaðist eftir skamma stund.
Við krufningu kom í ljós, að banameinið var berklaígerð
í botnlanganum (coecum). Radica náði sér vel eftir upp-
skurðinn og lifði við góða heilsu í tvö ár, en þá urðu berkl-
ar henni einnig að aldurtila.
Bræðurnir Lucio og Simplicio, sem áður var getið, voru
aðskildir með uppskurði árið 1936, en létust báðir skömmu
síðar. Simplicio lifði 11 dögum lengur en bróðir hans.
Á sýningunni í París 1937 mátti sjá samvaxnar tvíbura-
systur indverskar, Gaurabai og Gauganbai, fæddar árið
1909. Þær höfðu sameiginlega mjaðmagrind og sameigin-
leg meltingarfæri.
Árið 1952 aðskildu amerískir skurðlæknar 15 mánaða
gamla tvíburabræður, sem voru vaxnir saman á höfðinu.
Uppskurðurinn tók 12 klukkutima og 40 mínútur. Annar
bróðirinn, sá veikbyggðari, andaðist mánuði síðar.