Heilsuvernd - 01.11.1958, Blaðsíða 22
84
HEILSUVERND
sinn þátt í því, en ef með þarf, verður að nota volgar stól-
pípur, unz hægðir komast í lag.
5. Sé sjúklingurinn feitur, þarf hann að megra sig. Eitt
bezta ráðið til þess — og til að lækna liðagigt yfirleitt —
er að fasta við og við í nokkra daga, og forðast þess á milli
fitandi fæðutegundir, svo sem kökur og sætindi, feitmeti
og mikinn brauðmat. Föstur verður þó að viðhafa með
varúð.
6. Heit böð tvisvar eða þrisvar í viku. Baðvatnið er haft
eins heitt og sjúklingurinn þolir með góðu móti, og hann
liggur í því 10—20 mínútur.*
7. Sumir halda því fram, að nauðsynlegt sé að reyna
mikið á liðamótin, til þess að liðka þau. Reynsla mín er
á annan veg. Þeim mun meira sem reynt er á þau, þeim
mun siður læknast þau. Gott er að leggja heita bakstra
á liðamótin og hreyfa þau gætilega við og við, svo að þau
stirðni ekki.
Þetta eru aðeins bendingar, en ekki nákvæm lýsing á
meðferð liðagigtar, enda verður meðferð hvers sjúklings
að miðast við allsherjarástand hans, andlegt og líkamlegt,
eftir því sem batanum miðar áfram. Engir tveir sjúkling-
ar eru eins, og þess vegna er ekki fyrirfram hægt að láta
í té nema ónákvæma lýsingu á meðferðinni. Reyndur
læknir þarf að fylgjast með sjúklingnum og leggja á ráðin
jafnharðan. Með þolinmæði geta flestir fengið meiri eða
minni bata, jafnvel þeir, sem verst eru leiknir.
(Þýtt úr Health Culture).
* Áhrifin af baðinu verða meiri, ef sjúklingurinn liggur allt að
klukkutima vafinn teppum, eftir að hafa svitnað vel í baðinu.