Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 8

Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 8
6 HklLSUVERND lands, er í rauninni ekki annað en fortölur Krishna, og að lokum tekst lionum að sannfæra Arjuna um, að eigi hlýði annað en herjast, og kemst hann að síðustu svo að orði: „Villan er vikin frá mér. Þú, Krishna, hefur auð- sýnt mér náð, svo að ég hef getað áttað mig. Ég er þegar einráðinn i því, iivað gera skal. Efinn er horfinn. Ég mun fara að orðum þínum.“ Skiptar eru skoðanir um hið mikla söguljóð, Bhaga- vad Gita, eins og annað. Bókstafsbundnir trúmenn ind- verskir halda því að sjálfsögðu fram, að það segi frá sögulegum staðreyndum. Aðrir líta aftur á það sem lík- ingamál, er segi frá baráttu þeirri, er hver sál sé í raun og veru kvödd til þess að taka þátt í, á hinu mikla orustusvæði örlaganna, Kúruvöllum liins daglega lífs. Arjuna er fulltrúi persónuleikans, en Krishna er sálin sjálf, eða guðseðli mannsins, sem hvetur hann til þess að berjast og sigra. Óvinirnir eru fyrst og' fremst ógöf- ugar tilhneigingar og girndir hins lægra eðlis, sem vissu- lega er harla lítið skyggnt. Dhritarashtra hinn hlindi er fulltrúi þess. En óvinir sálarinnar eru lika þessar sömu ógöfugu hneigðir í öðrum mönnum, — yfirleitt hin ótömdu náttúruöfl, á hvaða sviði sem þau láta til sín taka. — Bhagavad Gita hefur löngum verið talið eins konar guðspjall „Karna-Yogans“, sem svo er nefndur, en Karna-Yogi er sá maður nefndur, sem er fyrst og fremst athafnamaður og leitar þroska síns á sviði um- bóta og alhliða mannræktar. Einn af slikum mönnum var hann, sem vér erum nú saman komin til að kveðja í dag, og þess vegna fannst mér ekkert betur við eiga en lesa upp úr Bhagavad Gita við þetta tækifæri og hafa nokkur formálsorð um andann í þessu fornfræga sögu- Ijóði. Því að Jónas Kristjánsson var Karma-Yogi. Hann var hetja starfsins, óbilandi liugsjónamaður, framsæk- inn fullhugi, um leið og hann var mildur mannvinur. Skarð er nú fyrir skildi, er hann er horfinn af hinu sýnilega tilverusviði, því að jafnvel þó að hann væri

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.