Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 16
14
HEILSUVERND
verk, og las þær senr framhaldssögur á fundum. Fundar-
sókn var mikil, enginn vildi missa af Skógarsögunum.
Þá skipulagði Jónas fjallgöngur á vegum félagsins og
stjórnaði þeim. I þessum fjallgöngum tóku þátt tugir
barna og unglinga. Á einum af fyrstu fundum félagsins
skýrði Jónas frá því, að hann ætlaði að ræða við skáta-
höfðingja íslands, Axel Y. Tulinius, og athuga mögu-
leika á að stofna skátafélag á Sauðárkróki. Hér fór
sem fyrr, að Jónas lét ekki sitja við orðin tóm. Stuttu
síðar þurfti Jónas til þings, en hann var þá alþingis-
maður. Leið nú ekki langur tími, en þá kom skáta-
foringi frá Reykjavík á vegum Jónasar og á hans kostn-
að. Þetta leiddi til stofnunar skátafélagsins „Andvara"
22. marz 1929. Félagið er enn starfandi og er eitt af
elztu skátafélögum landsins. Bandalag íslenzkra skáta
sæmdi Jónas lækni heiðursmerki fyrir störf hans í þágu
íslenzkrar æsku, áður en hann flutti frá Sauðárkróki.
Bæði þessi æskulýðsfélög hafa haft mikil og góð áhrif
á æsku Skagafjarðar og skapaði henni holl tómstunda-
störf. Ég segi fyrir mig, að ég hefði ekki viljað fara
á mis við þau áhrif, er ég hef orðið fyrir í þessum fé-
lögum og þá sérstaklega í skátastarfinu.
Jónas ræddi oft um nauðsyn þess að gera æskuna
hrausta, þá yrði liún hamingjusöm. Nauðsynlegt væri
að skapa hrausta sál í hraustum líkama. — Tóbak og
áfengi veikja mótstöðuafl líkamans, þess vegna var
Jónas á móti þessum nautnum. „Líkamsrækt er nauð-
synleg og góð vörn gegn sjúkdómum“, sagði Jónas.
Og hann lifði eftir þessari reglu, enda var hann stál-
hraustur allt fram á síðustu ár. Hann stundaði fjall-
göngur til 87 ára aldurs og voru það ekki lægstu fjöll-
in, sem hann glímdi við. Ég minnist þess, að ég rakst á
hann fyrir 3—4 árum er hann var í einu slíku ferðalagi.
Hann hafði farið að heiman frá Hveragerði kl. 4 um
nóttina og var á gangi upp um Henglafjöll. Hann hafði
farið matarlaus, aðeins nærst á jurtum og tæru berg-