Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 20

Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 20
18 HEILSUVERND á meðan augun hvörfluðu' um herbergið þitt að hlutum og mgndum í skuggsýn um langa sögu manndóms, vilja og orku, og undruðust mest hvernig afrennt karlmennið bliknar sem reyr og hjaðnar að máttvana kjúkum, sem kannast ei við sig sjálfar, svo klökkar og grannar; en þögnin á milli’ okkar spurði að örlagarökum alls, sem lifnar og deyr, eilífri gátu mannsins; tveir drengir um vor — — III. Á lindarpolli, sem morgungolan gárar, undan gullnu stóði sóleyjanna við bakkann, ber út á djúpið, daggarglitrandi’ í blænum, dálitinn hnoðra, barn vatnsins, sem grípur fyrstu sundtökin sín; hann tifar æ hraðar í glæja og hjúfrandi báruna fitjuðum fótum; við fögnuð hans titrar ómælisgeimurinn skær í brjóstum okkar. Ó, bláa morguneilífð, hvaðan bar hann hingað um þína ókunnu vegi, og hvert er ferð hans heitið? Við sáum hann brjóta skurn sína rétt fyrir skömmu í stallinum heima og skiljum ekki’ í að hún fóstra hans, ungahænan, hafi sagt honum til í sundi, og miklu fremur varað krílin sín litlu við lindarhylnum lygnudjúpa. Ó, eilífð morgunhljóð, sem hvíslar i tíbránni handan úr fjarskanum bláa hugboði okkar, voldugu’ og undursamlegu, að hnoðrinn í Undinni sé ekki allur séður í sólskini þessa dags, að íþrótt hans sé löngu numin og æfð um ómunatíðir á öldum vatnsins í nýjum og skiptandi hömum, sem fæðast og deyja, en kjarninn innsti sé einn, er aldanna reynslu geymir, jafnan hin sama ósýnisvera, sem játaðist lífsins lögum, leið þess og ætlun hinn fyrsta sköpunarmorgun, hverful og eilíf líkt eins og blær og bylgja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.