Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 20
18
HEILSUVERND
á meðan augun hvörfluðu' um herbergið þitt
að hlutum og mgndum í skuggsýn um langa sögu
manndóms, vilja og orku, og undruðust mest
hvernig afrennt karlmennið bliknar sem reyr og hjaðnar
að máttvana kjúkum, sem kannast ei við sig sjálfar,
svo klökkar og grannar; en þögnin á milli’ okkar spurði
að örlagarökum alls, sem lifnar og deyr,
eilífri gátu mannsins; tveir drengir um vor — —
III.
Á lindarpolli, sem morgungolan gárar,
undan gullnu stóði sóleyjanna við bakkann,
ber út á djúpið, daggarglitrandi’ í blænum,
dálitinn hnoðra, barn vatnsins, sem grípur
fyrstu sundtökin sín; hann tifar æ hraðar
í glæja og hjúfrandi báruna fitjuðum fótum;
við fögnuð hans titrar ómælisgeimurinn skær
í brjóstum okkar. Ó, bláa morguneilífð,
hvaðan bar hann hingað um þína ókunnu vegi,
og hvert er ferð hans heitið? Við sáum hann brjóta
skurn sína rétt fyrir skömmu í stallinum heima
og skiljum ekki’ í að hún fóstra hans, ungahænan,
hafi sagt honum til í sundi, og miklu fremur
varað krílin sín litlu við lindarhylnum
lygnudjúpa. Ó, eilífð morgunhljóð,
sem hvíslar i tíbránni handan úr fjarskanum bláa
hugboði okkar, voldugu’ og undursamlegu,
að hnoðrinn í Undinni sé ekki allur séður
í sólskini þessa dags, að íþrótt hans
sé löngu numin og æfð um ómunatíðir
á öldum vatnsins í nýjum og skiptandi hömum,
sem fæðast og deyja, en kjarninn innsti sé einn,
er aldanna reynslu geymir, jafnan hin sama
ósýnisvera, sem játaðist lífsins lögum,
leið þess og ætlun hinn fyrsta sköpunarmorgun,
hverful og eilíf líkt eins og blær og bylgja.