Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 21

Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 21
HEILSUVERND 19 IV. Næturþeyr og heiðmyrkur, áliðið haust, hvíld í blikuða lyngi, sævarniður, bólstraður himinn og hrannaður norðurljósum, höfg og annarleg þreytan, ei svefn, ei vaka, aðeins óljós tilfinning þess að hvíla hér og hlusta á brimniðinn; það er sem djúpið viti leyndan hug manns og hvísli langt úr fjarska hálfkveðnum orðum drauma, sem aldrei lágu á tungu dagsins, tæpi á leyndum rökum tilveru þinnar, spyrji þig, kvöldsins gest, hver þú sért, og svari og spyrji þig aftur: Sjá, ég er er Ij.ós minnar vitundar, það sem skynjar lyngið og heiðmyrkrið, himininn yfir mér, hjarta míns slög og fjarlægan sævarniðinn, ást mína’ og söknuð, allt sem ég man og þrái, hvað annað? Og þegar það slokknar á brunnu skari líkama míns, þá er ég ekki framar — -— En ertu þá til á næturnar meðan þú sefur? Og er það vekjaraklukkan, sem kveikir Ijósið sem þú kallar þig sjálfan, á morgnana þegar þú vaknar? Og einn daginn kviknar það ekki, allt og sumt, á útbrunnu skari sínu! Látum svo vera. En er Ijós ekki Ijós, þó það logi á ýmsum kveikjum? Og Ijós þinnar vitundar. það sem þú kallar þig sjálfan, hyggðu að því, er það ekki sama Ijósið, sem þúsundir systkyna þinna kalla sig sjálf, mannleg vitund, hinn eini og ótalfaldi og eilífi Maður, í gær og í dag hinn sami, í milljónum líkama, ótali einstaklinga, sem óborðnir, fæddir og dauðir og bornir að nýju tendra í veröld hverfleikans hver sinn loga æ hærri þekkingar, fegurðar, máttar og valds, gæzku og tignar, alls þess, sem er og varir og eyðing og dauði fá ekki hönd á lagt? Hvað annað? Ó, gleymnu augu, er á bernskunnar morgni

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.