Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 30
28
HEILSUVERND
ingu. Viðmátið stundum hrjúft hið ytra, en inni fyrir
brann eldur heitra tilfinninga, sem allt vildu láta gott af
sér leiða. Svo var hann og traustur vinur vina sinna að
fágætt mun vera.
Nú er þessi stórbrotni hugsjónamaður horfinn af sjón-
arsviðinu eftir nær níutíu ára viðburðaríka ævi. En hann
lifir hér áfram í verkum sínum. Heilsuhælið lians í Hvera-
gerði mun reynast óbrotgjarn minnisvarði um víðsýni lians
og stórhug. Svo munu og reynast öll hans verk i þágu
mannræktar og mannkærleika.
Kæri vinur, ég þakka þér samfylgdina, þótt hún yrði
styttri en ég liefði óskað, hún var mér mikill ávinningur.
Þín hollu ráð og föðurlega haklleiðsla mun mér seint
gleymast.
Blessuð sé þín minning.
Árni Ásbjarnarson.
Kveðja frá fyrrverandi sjúklingi.
Þar sem ég er á meðal þeirra mörgu, sem eiga líf og
fjör að launa Jónasi Kristjánssyni, finn ég mig knúinn til
þess að mæla örfá þakkar- og lcveðjuorð.
Ég segi því af sannfæringarkrafti og i fyllstu alvöru:
Hér stend ég nú og má mæla, vegna liins mikla, hugsjóna-
rika og giftusama starfs þessa framliðna vinar, sem nú
er verið að kveðja i hinzta sinn.
Mannvinurinn, hugsjónamaðurinn, mikilmennið Jónas
Kristjánsson hefur lokið sínum jarðvistardögum, hér á
meðal okkar. Hann hefur flutzt á annað og æðra tilveru-
svið til þess að ná enn meiri og fullkomnari þroska. Það,
að þroskast til mestrar fullkomnunar var hans háleitasta
hugsjón, sem meðal annars hirtist skýrt og afdráttarlaust
í öllu lians starfi á meðal vor.