Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 35

Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 35
HEILSUVERND 33 látið staðar numið í ættfræðinni, þótt miklu viðar og ýtarlegar reki Magnús ættina. Þau Snæringsstaðahjón, Kristján og Steinunn, voru atorku lijón og vel gefin, áhugasöm um framfarir og sjálfstæði þjóðarinnar, og er það m. a. til marks, að þjóðhátíðarárið 1874 varð ekki af neinu hátíðahaldi i Svínavatnslireppi, þrátt fyrir það, að Kristján vildi svo vera láta. En þá minntist Kristján hins merka at- burðar er öllum fannst hafa orðið í þjóðlifinu með hátíð á heimili sínu, gaf öllum frí frá vinnu, horðsetti heimafólk og hélt sjálfur ræðu af þessu tilefni. Lýsir þetta að nokkru hjónunum á Snæringsstöðum. Þau bjuggu einnig við góðan efnahag og eignuðust alls 11 börn og komust 8 þeirra til þroska, og urðu dugmikið fólk, og eru enn á lifi, Benedikt fyrr skólastjóri á Eiðum, og bóndi á Þverá í Öxarfirði og Guðbjörg, s. k. Ögmundar Sigurðssonar skólastjóra, auk þess Jóhannes í Ameríku. Á þessu heimili ólst Jónas upp í glöðum systkina- hópi og mannvænlegum, unz það reiðarslag dundi yfir að móðir hans dó h. 9. okt. 1881, fertug að aldri. Hafði hún alið barn h. 2. okt., en féklc siðan barnsfarasótt, er leiddi hana til bana. Alla ævi hefur Jónas harmað móður sína og þótt hann væri þá enn á barnsaldri, fékk hann fljótt hug- mynd um það, að hér hefði mátt öðru vísi fara, ef þekking hefði verið til staðar á viðeigandi læknisdóm- um. Hann taldi alla ævi móður sína dána fyrir hand- vömm, og það var eigi miklu síðar, sem hann sagði föður sínum, að hann ætlaði að gerast læknir, ef það mætti verða til þess að varna því að litil börn misstu móður sína. „Láttu þá sjá,“ sagði faðir hans, og frá þeim degi leit Jónas á þetta sem heitstrengingu, sem hann yrði að standa og falla með. Aðstæður gerðust nú örðugar á heimilinu, og eigi miklu síðar fór að bera á heilsuleysi í föður hans, svo

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.