Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 36
34
HEILSUVERND
eigi gat orðið af því, að liann kæmist í skóla. Faðir lians
dó 1889, og leystist húskapur upp þótt efni væru all-
góð, sem nú líka gengu til skipta milli systkinanna.
Jónas var þá orðinn 19 ára og hafði ekki getað sinnt
námi, nema lítinn tíma á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal
við leiðsögu Sigurðar stúdents Jónassonar, frænda síns.
Séra Benedikt á Grenjaðarstað var föðurbróðir Jón-
asar og til hans fór hann til undirbúnings námi liaust-
ið 1889. Haustið eftir, 1890, er Jónas var tvítugur, inn-
ritaðist hann í Latínuskólann í Reykjavík og lauk
stúdentsprófi 1896. Hafði liann á þessum árum heim-
ili á Grenjaðarstað og vann þar á sumrum. Það var
fyrirfram ákveðið að liann færi í Læknaskólann og
þaðan útskrifaðist hann árið 1900 á þrítugasta aldurs-
ári. Hafði hann á þessum árum það fyrir sumarvinnu,
að fylgja útlendingum í ferðalögum i landinu, og var
tvö sumur með Howell, hinum skozka, er drukknaði
í Héraðsvötnum 1900. Sumarið 1899 lá leið þeirra yfir
og eftir Langjökli, og ritaði Jónas ferðasöguna, sem
enn hefur ekki birzt á prenti. Síðsumars 1900 sigldi
Jónas til Kaupmannahafnar til venjulegs framhalds-
náms og kom heim sumarið eftir.
Þeir höfðu fylgzt að í námi frá fyrstu tið, Ingólfur
Gíslason frá Þverá og Jónas, og nú tóku þeir til að
athuga um laus embætti, sem í raun og veru biðu eftir
þeim. Það var nýstofnað Reykdalslæknisliérað í Suður-
Þingeyjarsýslu og Fljótsdalslæknishérað i Norður-Múla-
sýslu, er þá var læknislaust. Þeir sömdu það með sér,
að Ingólfur sækti um Reykdælahérað, þar sem hann
var Þingeyingur, en Jónas um Fljótsdalshérað. Gekk
þetta fram og voru veitingabréf þeirra undirrituð með
fárra daga millibili í ágúst 1901.
Litlu síðar lögðu ungu kandidatarnir á vit embætta
sinna. „Það var 13. sept. sem við kvöddumst á Einars-
stöðum, þar sem Ingólfur tók lieima, en ég hélt áfram
í Grenjaðarstað — í frænda, vina og unnustu hendur,“