Heilsuvernd - 01.05.1960, Side 37
HEILSUVERND
35
sagði Jónas. Þá voru 11 ár liðin frá því að hann lagði
á skólaveginn á gömlum, góðum reiðhesti sér Bene-
dikts.
Á Grenjaðarstað stóð svo brúðkaup Jónasar h. 17.
sept. s. á, og gekk hann að eiga Hansínu dóttur séra
Benedikts. Var hún gáfuð stúlka og vel mennt, og
reyndist Jónasi hinn traustasti lífsförunautur. Litlu
síðar þetta sama haust settist svo Jónas að í embætti
sínu, en livorki var þar til staðar bústaður né sjúkra-
liús, og settist Jónas að á Arnheiðarstöðum, vel stæðu
fyrirmyndarheimili, en húsbændur gáfufólk, sem Jónas
batt ævilanga tryggð við. Árið eftir fékk liann horn úr
Hrafnkelsstöðum til ábúðar, en árið 1903 losnaði Brekka
í Fljótsdal úr ábúð, en sú jörð var lögð til læknisseturs
á Austurlandi í upphafi þeirra mála 1772, en hafði eins
oft verið bændasetur á þessum tíma. Á Brekku hóf
Jónas myndarbúskap og þá þegar liafði hann sýnt
slíka snilld i læknisdómum við erfiðar aðstæður, að
læknisdæmið réðst í að reisa honum sjúkrahús með