Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 40
38
HEILSUVERND
heldur greiddi sig inn á milli þeirra, þar til lifrin lá
opin fyrir. Síðan greip liann glóandi járntein, sem
hann hafði látið hita og bar að sárinu. Ekki hafði
Stefáni sézt hregða neitt við sársaukann fram að þessu,
en þegar hann sá hvar læknir mundaði glóandi járnið,
varð honum að orði: „Ja, nú held ég þú ætlir að meiða
mig.“ „Nei, þér verður nú ekki mikið um þetta, lifrin
er tilfinningalaus,“ sagði Jónas. Jafnskjótt rak hann
teininn inn um sárið, opnaði sullinn og færði út úr hon-
um; lokaði síðan sárinu og saumaði saman skinn-
sprettuna. Varð Stefán lieill af meini sínu og lifði síð-
an mörg ár“
Mörg dæmi slík gerðust í Fljótsdalshéraði. Var það
líka svo, að ævilangar tryggðir batt Jónas við marga
menn á Fljótsdalshéraði.
Sauðárkrókslæknishérað varð Jónasi stórum auð-
veldara en Fljótsdalshérað. Þar kom hann að allgóðu
sjúkrahúsi, og annar læknir sat á Hofsósi, svo auð-
velt var að leita aðstoðar við meiriháttar læknisað-
gerðir. Varð þar strax svo mikil aðsókn að sjúkrahúsi
hans og öðrum læknisdómum, að varla mátti hann
upp líta tímum saman, einkum fyrstu árin, meðan
sjúkrahús voru fá í landinu. Fór, enn sem fyrr, hið
mesta orð af læknisdómum hans, viti og ráðsnilld
við óvanalega atburði, einkum í slysum. f Skaga-
firði gat hann þó tekið þátt í almennum málum, var
í hreppsnefnd og i stjórn kaupfélagsins um árabil, átti
mestan þátt í því, að vatnsveita var lögð til Sauðár-
króks, og öllum góðum málum var hann góður liðs-
maður. Honum var það manna mest að þakka að
spanska veikin var stöðvuð með samgöngubanni yfir
IJoltavörðuheiði, og bjargaði hann þar hundruðum
mannslífa á Norðurlandi og á Austurlandi, enda gerði
Gísli' Sveinsson sýslumaður í Vik hið sama við Fúla-
læk.
Jónas gekkst fyrir stofnun félags í Skagafirði, er