Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 41

Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 41
HEILSUVERND 39 nefndist Framfarafélag Skagfirðinga. Naut liann til þess atbeina ungra, gáfaðra og framsækinna manna í sýslunni. Var hann forseti þess alla stund, en það starfaði um 20 ára skeið. Var þetta fyrst og fremst málfundafélag, er hélt umræðufundi sína í sambandi við Sæluviku Skagfirðinga, einstakt félagsmálafyrir- bæri í landinu um langan tima. Á þessum fundum hélt Jónas erindi um heilbrigðismál, og fleira, t. d. sam- vinnumál, og var einlægur stuðningsmaður samvinnu- hreyfingarinnar. Þá var það einnig að hann barst inn í stjórnmálaátökin og var kosinn alþingismaður í auka- landskjörinu 1926. I þessa veiðistöð kom Jónas svo, að hann vildi ekki síðan um tala, en árið 1930 var lok- ið þingsetu hans með nýju landkjöri, þar sem hann var ekki í. framboði. Þannig leið tíminn í Skagafirði við þrotlaust starf í emhætti og að félagsmálum, og við mikla þökk og aðdáun Skagfirðinga. Hann gerðist þar afar vinsæll maður og átti livers manns traust, og er þó ekki því að leyna að það vildi gusta á hinum pólitíska liefðar- tindi, meðan Jónas sat þar uppi, en liann kom þaðan ókalinn í vinsemd sinni við héraðsbúa, enda stutt sem hríðin stóð. Stóð heimili hans öllum opið við ómælda rausn og fyrirgreiðslu, og áhrifin af háttum lians, sem allir voru í hinum gamla góða sveitalifsanda, urðu víð- tæk í héraðinu og ef til vill víðar. Skagfirðingar sýndu honum og konu lians ýmislegan sóma, minntust meiri háttar tímamóta í lífi þeirra með samfundum, gjöfum og kvæðum og sýndu á einn sem annan hátt, vinsemd sina og virðingu í garð liins mikilhæfa manns, og hins góða heimilis, sem var ósvikinn þáttur í lífi þeirra sjálfra. Árið 1938 sleppti Jónas embætti og flutti burt úr Skagafirði. Þau hjónin voru kvödd með virðulegu samsæti við mikil ræðuhöld. Jónas var að ganga af starfsaldri embættismanna á Islandi, en hann kvaddi

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.