Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 43
HEILSUVERND
41
Tekið á Varmalandi sumarið 1952. Sitjandi frá vinstri: Benný
Sigurðardóttir, ráðskona, Jónas Kristjánsson og Ólöf Vernharðs-
dóttir, aðstoðarráðskona. — Standandi f. v.: Erla Jónsdóttir,
Svanhildur Bjarnadóttir, dótturdóttir Jónasar, og Jóhanna
Jóhannesdóttir.
Þó er það mála sannast, að ekkert af þessu þekkir þjóð-
in nógu vel, og mun einkum bókaútgáfan hafa farið
fyrir neðan garð í vitund þjóðarinnar. En þar liggur
geysimikið starf eftir Jónas. Ellefu bækur hefur félag-
ið gefið út, og Jónas annast útgáfuna og ritað formála,
og sumar bælcurnar eru samdar af honum sjálfum,
ritgerðasafn. Árið 1946 lióf félagið útgáfu tímarits og
var Jónas ritstjóri þess fram á þetta ár, og hefur skrif-
að i það fjölda greina, og mun á engan hallað þótt sagt
sé, að Jónas hafi ritað allra lækna mest um heilbrigð-
ismál um sína daga. Og það er trú, sem vel getur orð-
ið að vissu, að er stundir líða, þyki það merkilegast,
sem hann sagði.
í þessi rúm 20 ár sem Jónasi entist líf og heilsa til
að vinna að því að lifað sé eftir lögmálum náttúrunn-