Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 44

Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 44
42 HEILSUVERND ar, hefur honum orðiö svo vel ágengt, að furðu má valda, og einkum þegar þess er gætt, að starfstími hans er milli 70 og 90 ára aldurs, og hafa engin dæmi önn- ur slík gerzt í íslands sögu. Jónas var lágur meðalmaður að vexti, en þrekinn, snar og liarður, sterkur og fylginn sér, þolinn og skap- heill og var ógjarnt að láta undan síga. Hann var yfir- bragðsmikill og harðlegur og þótti sumum kalt í tali lians, einkum er liann fór að brýna hnífana, því vork- unnsemi virtist honum ekki læknisráð. Hins vegar var liann mikill tilfinningamaður, trölltryggur og vinfast- ur og vildi hvers manns vandræði leysa. Stórhöfðing- lega veitull og gjöfull, þegar svo bar undir, og hin mesta hella á að byggja til allra úrskurða. Hins vegar breytt- ist hann nokkuð í skapferli á langri ævi. Hugsjónin um heilbrigt mannlíf tók hann innfjálgum tökum með háu siðferðilegu mati á athöfnum manna, og lífinu yfir- leitt. Honum varð þetta að djúpum rökum, sem gáfu honum innsýn i orsakakeðjur mannlegra örlaga. Hann leitaði heildar og samræmis og af þeim rökum leiddi hann svo mjög huga að ræktunarmálum, þar sem hann þóttist sjá undirstöðu allrar gæfu og heilbrigði hins gæfusama mannkyns, ef það hugtak mætti verða að veruleika. Hann liarmaði sáran á hvaða stigi ræktunin og síðan fóðuröflunin og afurðirnar voru í landinu, og hann vissi, að það var við gamlan draug að glíma. Bændurnir voru settir hjá á öllum sviðum í landinu og gátu ekki sinnt hlutverki sínu fullkomlega. Kröfur neytendanna voru beinharðar: Komið þið með þetta, sem þið fáið fyrir ekki neitt upp úr jörðinni! Hefði hann lifað enn í 20 ár, hefði hann gerzt postuli hinnar fulkomnu ræktunar, kúltúrræktunar, og þá hefði, eins og fyrri daginn, orðið merkilegast, sem hann hefði að segja. Þannig lauk hann lífi sínu, hinn mikli afreks- maður, ljúfi spekingur, hugsjónamaður og mannvin- ur, og var hann þó kominn langt frá harða bóndanum,

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.