Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 46

Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 46
44 HEILSUVERND margar vikur og líf hans hékk á bláþræði. Hann kvaðst aldrei liafa náð sér til fullnustu og kom í ljós, er hann fór að gegna erfiðu læknisdæmi, að langferðalög á hestum — með hraði — þoldi hann illa. Kenndi þá verkjar i maga og varð honum erfitt um ferðalögin af þeim sökum, þótt eigi léti liann á sig ganga, og um lifnaðarhætti varð liann að fylgja viðtektinni og van- anum og gladdist við skál og fékk sér tóbakstölu. Á sextugsaldrinum hreytti liann lifnaðarháttum sínum, smakkaði aldrei áfengi og hafnaði öllu tóbaki. Jónas fékk snemma vondan grun um þennan sjúkdóm sinn, en lionum tókst að lialda honum í skefjum langa ævi, og gerði ráð fyrir þvi að Iiann væri búinn að yfir- vinna hann. Og það var ekki fyrr en kraftar hans voru þrotnir að öðru leyti í háum aldurdómi eftir látlaust strit, að þessi sjúkdómur, krabbameinið, fékk yfir- höndina og varð lians banamein. Það er víst, að ævi Jónasar hefði orðið styttri án þeirra lifnaðarhátta, sem hann rækti i samræmi við náttúrulækningarnar. Merki Jónasar mun ekki falla, enda styðja nú öll ný vísindi kenningar náttúrulækn- ingamanna. IJins vegar er starfið þrotlaust, stríðið margþætt. En í lok þessarar aldar, kannske fyrr, verð- ur næringarfræðin og næringarefnafræðin ein merk- asta niðurstaða visindanna og búið að skýra margan hlnt í galdri lífsins í leiðinni. Hlutur íslendinga á þessu sviði þarf ekki að liggja eftir, slikan grundvöll sem Jónas lagði að þeirra þátttöku. Kona Jónasar, Hansína Benediktsdóttir, andaðist 1947. Þau eignuðust 5 hörn og eru 3 dætur á lífi. Þau ólu einnig upp fósturbörn. Benedikt Gíslason frá Hofteigi.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.