Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 50

Heilsuvernd - 01.05.1960, Qupperneq 50
48 HEILSUVERND og mildum mannvini sem Jónas var. Ég þakka hon- um þá rótgrónu vináttu og tryggð, sem hann sýndi mér og fjölskyldu minni, ásamt öruggri læknishjálp þegar um það var að ræða. Saga vorrar þjóðar mun minnast Jónasar Kristjánssonar læknis, sem einna sinna mestu og beztu sona. Fjölskyldu lians votta ég samúð og hið henni allr- ar blessunar. Pétur Gunnarsson. „Mjög erumk tregt tungu að hræra“. Þessi orð koma mér í hug, er ég vil kveðja minn góða vin, Jónas Kristjánsson lækni. Ég tel það mikið lán, að leiðir okkar skyldu liggja saman, og stend ég fyrir það i ómetanlegri þakkar- skuld við forsjónina. Ég kynntist Jónasi lækni og fjölskyldu hans fyrst, nokkrum árum áður en hann fluttist alkominn til Reykjavikur. í Náttúrulækningafélagi íslands hefi ég starfað með honum, síðan það var stofnað, og þar kynntist ég bezt hans mikla mannkærleika og áhuga fyrir heil- Ijrigði og velferð almennings. Veglegan minnisvarða hefur hann reist sér með hæli Náttúrulækningafélags íslands, sem hann helgaði sína óvenjulegu starfskrafta, allt frá stofnun þess, og gaf þar til aleigu sína. Hefur það nú þegar orðið mörgum heilsulind og á vonandi eftir að verða til mikillar blessunar, ef við, sem eftir stöndum nú og starfað liöfum með honum, herum gæfu til að lialda

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.