Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 52

Heilsuvernd - 01.05.1960, Blaðsíða 52
50 HEILSUVERND í liófi, sem Jónasi Kristjánssyni var haldið á 75 ára afmæli hans, komst einn ræðumanna, gamall og góður Húnvetningur, svo að orði, að Húnvetningar hefðu um langa hrið staðið í skugga Skagfirðinga hvað lækni snerti. Þetta var ekki sagt til ámælis hinum vinsæla lækni Húnvetninga i þann tíð, prúðmenninu Jóni Jóns- syni, sem hafði margt til sins ágætis, var meðal ann- ars annálaður fæðingarlæknir og góður tannlæknir. En Jónas Kristjánsson hafði það framyfir flesta stétt- arhræður sína, að hann beitti hnífnum af mikilli list. Upp úr því hefir ætíð verið mikið lagt, í okkar landi sem annars staðar, og má með sanni segja, að aðrir læknar liafi, a. m. k. síðustu áratugi eða jafnvel aldir, staðið í skugga skurðlæknanna. Afrekum þeirra hefir verið mjög á loft haldið, og' með réttu, en færri sögum farið af lyflæknunum. IJefði Jónas Kristjánsson farið troðnar slóðir, mundi nafn hans hafa geymzt sem eins vinsælasta og bezta Iæknis síns tíma og sem öðlings í hvívetna. En nú hvei’fa þesir kostir í skuggann fyrir þvi brautryðjandastarfi, sem hann lielgaði síðari hluta langrar starfsævi. Fyrir rúmum 40 árum bárust þær fregnir vestur í Húnavatnssýslur, að læknir Skagfirðinga væri tekinn að predika ákaft gegn kaffi, sykri og hvitu hveiti og hafnaði öllum slíkum góðgjörðuni á læknisferðum sín- um. Boðskapur lians um skaðsemi þessara fæðuteg- unda fann víða góðan jarðveg; ég og' bræður mínir tveir, sem vorum nýbyrjaðir að drekka kaffi, hættum því með öllu og drukkum í þess stað blátt vatn eða mjólk. Jónasi Kristjánssyni varð snemma ljóst, að eitthvað hlaut að vera meira en lítið bogið við lifnaðarhætti okkar, svo mjög sem alls konar vesöld og sjúkdómar færðust í vöxt, svo að segja ár frá ári. Hann hafði fregnir af erlendum læknum, sem héldu því fram, að flestir sjúkdómar stöfuðu af röngum lífsháttum og að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.