Heilsuvernd - 01.05.1960, Síða 55
HEILSUVERND
53
Það er aldrei heiglum hent að brjóta nýjar leiðir,
og ef til vill hvergi örðugra en á sviði læknisfræði.
Náttúrulækningastefnan er að réttu lagi jafngömul
læknisfræðinni. Hippókrates, „faðir læknisfræðinnar“,
var náttúrulæknir í sannasta skilningi þess orðs. Hann
var Grikki, uppi um 400 f. Kr. Síðan liafa á öllum öld-
um verið uppi lærðir læknar, sumir víðkunnir, sem
hafa haldið því fram, að með réttum lífsháttum sé
hægt að varðveita eðlilega heilbrigði og lækna flesta
sjúkdóma, og hafa starfað samkvæmt því. Af almenn-
ingi liafa þessir læknar jafnan átt miklu fylgi og vin-
sældum að fagna, en að sama skapi örðugt uppdrátt-
ar gagnvart stéttarbræðrum sínum, sem jafnan hafa
litið á þá sem skottulækna og spillt fyrir þeim á all-
an hátt. Jónas Kristjánsson gekk þess ekkj dulinn, að
hér yðri einnig við ramman reip að draga. En hann
hófst ótrauður handa um að flytja löndum sínum liinn
aldagamla boðskap um gildi náttúrlegra lifnaðarhátta.
Hann átti því láni að fagna að sjá ávöxt af þessu starfi
sinu, sem hann sjálfur taldi miklu veigameira en af-
rek lians sem héraðslæknis. Með ljósum rökum i ræðu
og riti náði liann eyrum þúsunda landa sinna, og senni-
lega á náttúrulækningastefnan hvergi eins miklu fylgi
að fagna meðal leikmanna og á íslandi. Það sýnir
m. a. hin mikla aðsókn að heilsuhælinu í Hveragerði,
félagatala NLFÍ og litbreiðsla Heilsuverndar og ann-
arra rita NLFÍ.
í Þýzkalandi, en þar dvelur undirritaður, þegar þetta
er skrifað, hefir fjöldi lærðra lækna gengið náttúru-
lækningastefnunni á hönd í starfi sínu og lífsháttum,
og hafa margir þeirra komið sér upp hælum, sem eru
viðurkennd af heilbrigðisstjórninni og sjúkrasamlög-
um, er greiða oft hluta dvalarkostnaðar. Eins og að
líkum lætur, fara þessir læknar hver sina leið i ein-
stökum atriðum, þó að meginstefnan sé ein og hin
sama. Og innan náttúrulækningastefnunnar hafa mynd-