Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 56

Heilsuvernd - 01.05.1960, Page 56
54 HEILSUVERND ast fylkingar, sem skipa sér um ákveðinn forvígismann, svo sem Bircher Benner, Nolfi, Waerland. Jónas Krist- jánsson þekkti sjálfur þessa þrjá forvígismenn náttúrn- lækningastefnunnar, auk margra annarra, og sérstak- lega náin kynni liafði hann af Waerland og frú Nolfi, sem liann dáði mjög, og var sú aðdáun gagnkvæm. Þau Nolfi og' Waerland greindi mjög á um leiðir að markinu: Fullkomin heilbrigði. Jónas Kristjánsson fylgdi engum ákveðnum flokki. Hann var opinn fyrir öllum nýjungum og stefnum og reyndi að velja úr það, sem hann taldi réttast og bezt henta. Af þessum þrfemur brautryðjendum var Jónas elstur, fimm árum eldri en Waerland og tíu árum eldri en frú Nolfi. Og' nú eru þau öll fallin í valinn eftir vel unnið dagsverk. Mér er ekki grunlaust um, að Jónas Kristjánsson hafi alið sjálfsásakanir í brjósti tvö síðustu ár ævi sinnar vegna sjúkleika síns, er túlka mætti sem ósigur fyrir kenningar hans. Hann hafði eitt sinn orð á þessu við mig, en gat þess jafnframt, að þrátt fyrir heztu viðleitni væri mönnum fyrirmunað að afla sér óspilltr- ar fæðu, m. a. vegna þess, að flest matvæli eru fram- leidd með tilhúnum áburði og menguð skaðlegum efn- um til varnar sjúkdómum eða meindýrum, og auk þess væri ekki hægt að afmá merki hálfrar aldrar óskyn- samlegra lifnaðarhátta. Hitt lét hann ósagt, að með lífi sínu hefir hann gefið þjóðinni fordæmi, ekki að- eins með því að halda lieilsu og kröftum til hárrar elli, þrátt fyrir erfitt og' þrotlaust starf, heldur með því að sýna í verki, hve miklu má til leiðar koma til lækn- inga sjúkdóma með aðferðum þeim, sem hann beitti hin síðustu ár í læknisstarfi sínu. Fyrir okkúr, sem höfum átt því láni að fagna að vinna með Jónasi Kristjánssyni að hugsjónamálum hans, er nú skarð fyrir skildi, þegar liann er fallinn í valinn. Það skarð verður aldrei fyllt. Hann hefir að vísu aflað sér ötulla aðstoðarmanna, sem niunu lialda

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.