Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 5

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 5
Til þess að líkaminn geti afkastað miklu erfiði, út- heimtist tvennt. 1 fyrsta lagi fúllkomin næring, sem veitir likamanum uppbót á öllum þeim efnum, sem eyðast við starfið. I öðru lagi verður lik- aminn að geta losnað fljótt og á öruggan hátt við úr- gangsefnin. Sé vel fyrir þessu séð, þá getur líkaminn leyst mikil störf af hendi, án þess að þreytan segi til sín, og verið hraustari og æfðari á eftir. En hvildin er ætíð nauð- synleg. Hv'ild og starf þurfa að haldast í eðlilegu jafnvægi. Líkaminn er að þvi leyti svip- aður rafhlöðu. Starfið eyðir rafafli úr rafhlöðunni. Svefn og hvild gefa tima og tóm til endurnýjunar því, sem eyðzt hefir við starfið. Sérstaklega er svefnmn nauðsynlegur fyr- ir taugákerfið. Til þess að blóðið sé ötúlt í þvi starfi sínu að flytja frumum likamans næringu og taka aftur til brottflutnings óhrein efni, verður það að vera rétt samsett, svo að engu efni sé áfátt. Blóðið verður að vera lútarkennt, sem kall- að er, eða alkaliskt. Brennslu- efnin, sem það flytur burt, eru aftur á móti sýrugæf. Blóðið verður að vera megn- ugt þess að gera sýrugæfu brennsluefnin óvirk, annars er hætta á ferðum fyrir vel- líðan líkamans og lifið sjálft. Næringin þarf að innihalda meira af lútargœfum en sýru- gæfum efnum, og verður að taka tillit til þess við fæðuvál. Lútargæf fæða ver menn bet- ur gegn þreytu en sýrugæf. Sýrugæf matvæli eru kjöt, fiskur, egg og flestar tegund- ir af kornmat. Hinsvegar eru ávextir, grænmeti og flestir garðávextir lútargæfir. Sama er að segja um mysuost, en mjólkurostur er sýrugæfur. Þau dýr, sem eru kjötœtur, verða tiltölúlega fljótt þreytt, en jurtaætur þola betur áreynslu án þess að þreytast. Þannig getur hestur með mann á bákinu u/ppgefið Ijón á hálfum degi. Þreytan og óþægindin, sem henni fylgir, er í raun og veru ofhleðsla blóðsins af sýrugæfum efn- um, en við því verður að sporna. Til þess að það megi tákast, verða hreinsunartæki líkamans að vera vel starf- hæf og blóðið vel lútarkennt. (Framhald) (GANGLERI 1938. NÝJAR LEIÐIR, 2. rit NLFÍ 1942). HEILSUVERND 165

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.