Heilsuvernd - 01.12.1972, Qupperneq 7

Heilsuvernd - 01.12.1972, Qupperneq 7
þeirra var traust. Sama hátt hafa lærisveinar Jesú og lærisveinar þeirra haft framan af. Lærisveinarnir eru því í rauninni fyrstu höf- undar guðspjallanna. Lærisveinar þeirra geyma svo óskráðar frá- sagnir þeirra, og síðan taka aðrir við. Greinilegt er, að óskráð er það guðspjall, sem Páll postuli heyrir og lærir og vitnar til í bréfum sínum, en elstu bréf hans eru skrifuð þó nokkru áður en fyrsta guðspjallið er fært í letur. En þegar hið kristna fagnaðarerindi fer að berast land úr landi í hinum grískmenntaða heimi, getur það ekki dregizt lengur, að guðspjöllin verði færð í letur. Og nú eru þau öll skráð á gríska tungu. Markúsarguðspjall verður til í Rómaborg, ritað eftir óskráðu guðspjalli, sem Pétur postuli er höfundur að. Matteusarguðspjall er sennilega ritað í Antíokkíu í Sýrlandi, Lúkas ritar sitt guð- spjall að öllum líkindum í Grikklandi. Jóhannesarguðspjall er svo í letur fært miklu seinna. Höfundur þess er ókunnur, en líklega er það ritað í Efesus í Litlu-Asíu. Þegar guðspjallamennirnir taka sér fyrir hendur að „semja samfellda sögu“, eins og Lúkas orðar það, úr þeim óskráðu frá- sögnum og e.t.v. skráðu heimildabrotum, sem fyrir hendi eru, þá verða þeir að vera stuttorðir og gagnorðir. Þeir taka það eitt, sem að þeirra dómi skiptir mestu máli og sem leiðir bezt í ljós kenningar Jesú og fagnaðarerindi hans, starfsferil hans, dauða hans og upprisu. Markús og höfundur Jóhannesarguðspjalls geta ekkert um það, hvernig fæðingu Jesú bar að höndum, og nefna ekki einu orði uppvaxtarár hans. Matteus gjörir þessu atriði nokkur skil, en aðalheimildirnar höfum vér hjá Lúkasi. Og mikil gæfa var það, að það skyldi verða Lúkas, sem tók sér fyrir hendur að skrásetja þessar einstæðu og undurfögru helgu sagnir. Enginn af hinum guðspjallamönnunum hefði verið fær um, að búa þessum frásögnum þann einfalda og látlausa en jafnframt fagurhreina búning eins og Lúkas gjörir í sinni frásögn. Hann fer svo mildum og hlýjum höndum um þessar undurfögru frásagnir, sem hvar- vetna höfðu vakið fögnuð og lotning í hjörtum hinna trúuðu, að í hvert sinn, sem vér lesum þær eða heyrum, þá snerta þær við- kvæma strengi í brjósti. Gagnvart þessum frásögnum, í fögrum búningi Lúkasar, erum við eins og bömin, sem aldrei þreytast á HEILSUVERND 167

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.