Heilsuvernd - 01.12.1972, Side 11

Heilsuvernd - 01.12.1972, Side 11
Hrámeti betra en gerviffjörefni Fjörefnasambönd í náttúrlegum matvælum eru á margan hátt frábrugðin tilbúnum fjörefnum. 1 matvælunum eru fjörefnin í lífrænum tengslum hvert við annað og við steinefni, sem eru líkamanum eigi síður nauðsynleg en fjörefnin sjálf. Meðal þeirra eru svonefnd snefilefni, en með því er átt við steinefni, sem finn- ast í matvælum í mjög litlu magni, og mörg þeirra eru ómissandi, ef fjörefnin eiga að geta gegnt hlutverki sínu. Efnakljúfar og enn fleiri efni eru tengd f jörefnunum í matvælum og eru nauðsynlegur þáttur í verkunum þeirra á lífsstörfin. Tilbúin fjörefni, framleidd í efnagerðum, eru svipt öllum þess- um fylgiefnum. Og nú eru augu margra vísindamanna tekin að opnast til skilnings á því, að slík fjörefni koma ekki að tilætluð- um notum og jafnast hvergi nærri á við náttúrleg f jörefnasambönd. í náttúrlegum og óskemmdum matvælum er að finna öll þau fjörefni, sem líkaminn þarfnast; og þá má ekki gleyma því, að þar eru einnig óþekkt efni, því að það er engum efa bundið, að þrátt fyrir allar framfarir og vísindalega tækni hafa enn ekki öll kurl komið til grafar, og það mun eiga langt í land, að allir næringareiginleikar fæðunnar verði kunnir. Af því leiðir, að efna- tap, sem verður við suðu matvæla, þegar kím og hýði er skilið frá við mölun á hveitikorni eða við „póleringu" á hrísgrjónum, þegar sykur er unninn úr sykurreyr eða sykurrófum, er ekki hægt að bæta að fullu, þó að einhverju af hinum þekktu fjörefnum og steinefnum sé bætt í hvíta hveitið, eins og nú mun gert, eða gervifjörefni tekin inn sem pillur eða þeim dælt inn í líkamann. Eina örugga ráðið til að tryggja líkamanum nægilegt magn fjörefna og annarra nauðsynlegra næringarefna, þekktra og óþekktra, er því að neyta fæðunnar í náttúrlegu ástandi, og því nær sem menn komast því marki, þeim mun betur er heilsu okkar borgið. Því miður er langur vegur frá því, þrátt fyrir allar HEILSUVERND 171

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.