Heilsuvernd - 01.12.1972, Side 14

Heilsuvernd - 01.12.1972, Side 14
átt sök á liðagigt. Einar Dahli hafði frá barnsaldri notað mjög mikið salt í mat og ákvað nú að hætta því og gera róttækar breyt- ingar á mataræði sínu í samræmi við ráðleggingar Waerlands. Hann byrjaði með því að fasta í nokkra daga, nærðist síðan á grænmeti án salts um skeið, fastaði aftur í 10 daga, og þannig koll af kolli. Lengst fastaði hann í einu í 20 daga. Meðan á föst- unum stóð, drakk hann jurtaseyði og grænmetisdrykki og hreinsaði sig út með stólpípum. Hann sleppti öllum lyfjum, en samt sem áður var hann orðinn verkjalaus eftir nokkurn tíma. Hann lagði að sjálfsögðu mikið af, enda ekki vanþörf á því, þar sem hann var of feitur. Hann léttist á nokkrum mánuðum úr 90 niður í 75 kg, en komst síðar upp í 82 kg, sem er hans eðlilega þyngd. Jafnframt þessu varð sú breyting á, að hann hefir síðan þurft miklu minni svefn en áður. Einar Dahli hefir nú náð fullri heilsu og vinnuþreki. Hann stundar mikla útivist, m.a. við garðrækt, og ræktar grænmeti til heimilisþarfa. (Or Tidskrift för Hálsa) Um ffingupbólgu eður fingurmein Þegar bólgan, verkurinn og sóttin eru mjög megn, er einsætt að taka blóð, jafnvel optar enn einusinni, setja hinum sjúka stólpípu og láta hann drecka mikið af mysu. Og þá er samt hið besta meðal, að halda fíngrinum niðrí volgu vatni mikinn part dags. Það frelsar hann opt frá fíngurmeini, strax, sem verk- urinn byrjar, að reka fíngurinn ofaní sjóðheita mjólk eða vatn, og halda svo lengi niðrí, sem þolir, allt að því að upphlaupi smáblöðrur á fíngrinum, og vefja svo um rjóma-votri ríu. Það hefir margan öldungis frelsað. En því er verr, að almenningur forsómar þessi saklausu meðöl, og aktar ecki um litla tilfinningu fyrst í stað, en gætir ecki þess, að hún kunni að aukast og leiða mikið íllt eptir sig. (Jón Pétursson: I.ækninxa-Bók fyrir almúgra, 1834.) 174 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.