Heilsuvernd - 01.12.1972, Page 15

Heilsuvernd - 01.12.1972, Page 15
Paraffínolía sem tiaegöalyf Paraffínolía hefir lengi verið notuð sem hægðalyf og er enn í dag. Hún er unnin úr hrásteinolíu og er gjörólík matarolíum að efnasamsetningu. Hún meltist ekki eins og þær, heldur gengur niður eftir þörmum með fæðumaukinu. Hún kemur því í veg fyrir, að fæðumaukið þorrni og harðni í ristlinum, þannig að hægðir verða linar og ganga greiðlega niður. Því miður er paraffínolían langt frá því að vera hættulaus, og hafa margir læknar löngum haft illan bifur á henni. í nýútkominni bók, sem fjallar um tregar hægðir og er rituð af enskum læknum, er rætt um paraffínolíu, ásamt mörgum öðrum hægðalyfjum, og segir þar m.a: Það var enski læknirinn Sir Arbuthnot Lane, sem fyrstur notaði paraffínolíu við hægðatregðu, og var hún talin meinlaus með öllu. Smámsaman hefir þó komið í ljós, að margskonar óheppileg áhrif fylgja henni, sum þeirra hættuleg, og hefir því dregið mjög úr notkun hennar, enda þótt mörg sjúkrahús noti hana enn í stórum stíl. Helztu annmarkar hennar eru þessir: 1. Hún veldur truflunum á meltingu fæðunnar í meltingar- veginum og upptöku næringarefna inn í blóðrásina. Árið 1949 var svo komið, að bannað var að blanda paraffínolíu saman við matvæli, m.a. vegna þess að hún tekur í sig fituleysandi fjörefni eins og A-, D- og E-fjörefni og flytur þau með sér út úr líkam- anum. Þá er talin hætta á, að hún hindri upptöku K-fjörefnis í blóðið, en þetta fjörefni á þátt í að viðhalda storknunarhæfileika blóðsins, og stafar því af þessu blæðingarhætta. 2. Paraffínolían vill renna út á milli hringvöðva í meltingar- veginum, sem eiga að tempra framrennsli fæðumauksins, og verða þeir þannig að nokkru leyti óvirkir. Þetta nær einnig til hring- vöðvanna við endaþarmsopið, og rennur olían út um það, veldur kláða og óhreinkar fatnað. 3. Þá getur hún smitað út á milli sauma eftir aðgerðir á maga og þörmum og tefur þá fyrir, að sárin grói. Þetta getur jafnvel valdið því, að fistill myndist, þ.e.a.s. að gangur opnist út í gegnum kviðvegginn. HEILSUVERND 175

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.