Heilsuvernd - 01.12.1972, Page 18

Heilsuvernd - 01.12.1972, Page 18
Fundur í NLFR Fyrsti fundur Náttúrulækningafélags Reykjavíkur á starfsárinu var haldinn í húsi Guðspekifélagsins við Ingólfsstræti fimmtu- daginn 12. okt. Formaður félagsins, Eggert Kristinsson, stjórnaði fundi og skýrði frá því, að félagsstjórnin hefði ákveðið, að fyrst um sinn yrðu til skiptis umræðufundir og fræðslufundir. Eftir að fundargerð síðasta fundar hafði verið lesin og sam- þykkt, flutti Árni Ásbjarnarson, forstjóri samtakanna, erindi um sumarstarfið. Sumt af því hefir þegar komið fram hér í ritinu, svo sem lokun matstofunnar og matreiðslunámskeiðið á Húsavík. Tillöguuppdráttur hefir verið gerður að nýju hæli á lóð núverandi hælis í Hveragerði, og hafa verið gefin út hlutdeildarskuldabréf til að afla fjár í bygginguna. í hælinu hefir trésmíðaverkstæði verið komið upp og nýtt íbúðarhús byggt fyrir starfsfólk. Fyrirhuguðu hæli á Norðurlandi hefir enn ekki verið valinn staður, en Akur- eyrarbær hefir boðið land og lofað einnar milljón króna framlagi til byggingarinnar, og happdrætti er í gangi. Pöntunarfélag NLFR hefir komið upp nýju bakaríi í stað þess gamla, sem var orðið of lítið og ófullnægjandi. Á jarðeign NLFÍ í Sogni hefir verið borað fyrir heitu vatni og fengizt tæplega 100 stiga heitt vatn í ríflegu magni, og þar er nú í byggingu íbúðarhús, sem ætlað er fyrir barnaheimili. Þá hefir NLFÍ fest kaup á heilsuræktarstöðinni Eddu, sem Eiður Sigurðsson stjórnar, og gengur reksturinn vel. Þar eru allskonar áhöld til æfinga og aðstaða til að koma upp böðum og nuddi. Að erindi Árna loknu urðu almennar umræður, og tóku margir til máls. AFRÍKUNEGRAR LAUSIR VIÐ MENN INGARSJÚKDÓM A Enskur læknir, Dennis C. Burkitt að nafni, skýrði nýlega frá því í fyrirlestri, er hann flutti við háskólann í Frankfurt í Þýzka- landi — en þangað var honum boðið til að taka á móti verðlaunum fyrir störf á sviði læknisfræðinnar —, að meðal negra í ríkinu Uganda í Austur-Afríku væru bakteríusjúkdómar og aðrir sjúk- dómar, sem orsakast af sníkjudýrum, algengir, en hinir svokölluðu 178 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.