Heilsuvernd - 01.12.1972, Síða 19

Heilsuvernd - 01.12.1972, Síða 19
NIELS BUSK GARÐYRKJUSTJÓRI Lífpæn áburOarefni Reynslan hefir sýnt, að efni þau, sem notuð eru við lífræna ræktun í safnhauga eða til úðunar á jarðveg eða jurtir, koma ekki að fullum notum, ef jarðvegshitinn er lágur. Samkvæmt tilraunum, sem gerðar hafa verið í Noregi og Svíþjóð, þarf kaldur jarðvegur tiltölulega meira magn af búfjáráburði en heitur jarðvegur til þess að gefa sambærilega uppskeru. Og það eru ekki verkanir hitans á jurtirnar, sem þarna eiga aðallega hlut að máli, heldur áhrifin á moldina og þá starfsemi, sem þar fer fram. Sé hitinn í jarðveginum undir tíu stigum, gengur niðurbrot lífrænna efna mjög hægt. Af því leiðir, að ef jurtirnar eiga að geta vaxið nægi- lega ört, þarf að flytja þeim meira magn en ella af búfjáráburði. Það getur verið mikill munur á lofthita og jarðvegshita. Með lífrænum áburðarefnum hækkar jarðvegshitinn, en tilbúinn áburð- ur hefir engin slík áhrif. Með því að setja lífræn efni í saman- þjöppuðu formi í áburðinn eða moldina, má fullnægja þörf jurt- anna fvrir flióttekna næringu. Á síðustu árum hafa verið gerðar tilraunir í Skandinavíu með að nota í þessu skyni úrgangsefni frá pappírs- eða sellúlósuverksmiðjum. Þessum úrgangsefnum hefir verið hleypt út í ár og vötn, og þar hafa þau spillt fiskalífi. Gegn menningarsjúkdómar að heita má óþekktir. Taldi hann þeirra á meðal hjartasjúkdóma, sjúkdóma i lungum og ristli, sykursýki, æðasjúkdóma, svo sem æðastíflur, gyllinæð, gallsteina, botn- langabólgu, tannátu og offitu. Áleit hann þetta standa í sambandi við mataræði negranna. Burkitt komst að raun um það, að þeir negrar, sem veiktust af ofangreindum sjúkdómum, töluðu ensku og nærðust líkt og Englendingar eða Evrópumenn. (Reform-Rundschau) HEILSUVERND 179

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.