Heilsuvernd - 01.12.1972, Síða 20

Heilsuvernd - 01.12.1972, Síða 20
þeirri mengun heíir \erið haldið uppi baráttu með þeim árangri, að lagt hefir verið bann við henni og verksmiðjum fyrirskipað að sía úrganginn frá í stórum safngryfjum. Og nú hefir það komið í ljós, að í þessum úrgangi eru gnægðir efna, þar á meðal snefilefna, sem jurtirnar þarfnast sér til vaxtar, auk þess sem þau örva rnjög bakteríulíf í moldinni og hækka jarðvegshitann. í úrganginum eru engin efni, sem skaðað geta jurtirnar, og kunn- áttumenn á sviði lífrænnar ræktunar í Þýzkalandi, Noregi og Svíþjóð mæia með notkun þessara úrgangsefna til áburðar. Vænt- anlega verða þau einnig á boðstólum hér á landi, áður en langir tímar líða. Ættu þeir, sem fást við ræktun grænmetis og mat- jurta, ekki að láta undir höfuð leggjast að verða sér úti um þau. Á það skal bent, að góð áburðarefni er hægt að finna víðar en á þurru landi. Óvíða er meiri fjölbreytni nauðsynlegra áburðar- efna en í þangi og þara, sem hafa inni að halda milli 60 og 80 frumefni, sem jurtirnar þarfnast, og í góðum innbyrðis hlutföllum. Menn skyldu því ekki vanrækja að hagnýta sér þessar jurtir til áburðar, þar sem greiður aðgangur er að þeim. Fjölbreytni í vali áburðartegunda er æskileg og sjálfsögð, tryggir meiri og betri uppskeru, sterkari varnarmátt jurtanna gegn sjúkdómum og sníkjudýrum og heilnæmari næringu til handa dýrum og mönnum. NOTKUN FÚKKALYFJA ORSÖK MUNNANGURS í grein eftir enskan lækni í „Fréttabréfi um heilbrigðismál“ er frá því skýrt, að notkun fúkkalyfja (þ.e. pensillíns og fleiri bakteríueyðandi lyfja), geti valdið þruskusmitun, þ.e. munnangri. Verður það með þeim hætti, að lyfin drepa vissa gerla, sem halda þruskusveppunum í skefjum með efnum, sem þeir gefa frá sér. Og fólk á stórum pensillínskömmtum getur jafnvel fengið þrusku í lungun, sem getur orðið alvarleg og jafnvel lífshættuleg. Þruskan getur líka farið í meltingarfærin, vegna þess að þar raskast eðli- legur gerlagróður, þannig að af hljótast meltingarsjúkdómar. Þá er þess einnig getið í greininni, að þruskusýking í leggöngum stafi stundum af notkun hormónlyfja og getnaðarvarnapilla, veld- ur þá útferð og getur verið allsmitandi og breiðst út, t.d. í heima- vistarskólum. 180 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.