Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 21

Heilsuvernd - 01.12.1972, Blaðsíða 21
PÁLlNA H. KJARTANSDÖTTIR HÚSMÆÐRAKENNARI [^Uppskriftir j Sojabuff 3 dl soðin hýðishrísgrjón 400 g sojabaunir 125 g sveppir iy2 dl brauðmylsna 2—3 tsk. Eto-súpuduft 1 laukur Sjóða baunir og hrísgrjón sitt í hvoru lagi; saxa sveppi og lauk fínt og látið krauma í feiti. Þegar baunir og grjón eru soðin, er öllu blandað saman og mótaðar buffkökur, sem eru steiktar í olíu. Borið fram með brúnuðum lauk, sveppasósu og kartöflum. Laukbúðingur 8 laukar 1 y2 dl hýðishrísgrjón 100 g sveppir 4 matsk. matarolía 2—3 tsk. Eto-súpukraftur 2 matsk. rifinn ostur Eldfast mót er smurt innan, laukarnir afhýddir og þeim raðað í mótið, matarolían sett í og þetta látið krauma. Hrísgrjónin eru soðin í vatni, þar til þau eru meyr, og bragðbætt með Eto. Svepp- irnir eru saxaðir og blandað saman við hrísgrjónin, sem þjappað er á milli laukanna, og yfir það er settur rifni osturinn og rjómi. Haft í 250 stiga heitum ofni, þar til osturinn er bráðnaður, og má hann fá aðeins brúnan blæ. Hrátt eplakrem 750 g epli 1 I vatn 1 matsk. hunang 4 matsk. kartöflumjöl Sítrónusafi Eplin eru afhýdd og kjarnahúsin tekin úr, eplunum velt upp úr sítrónusafa ,svo að þau dökkni ekki. Hýði og kjarnahús eru soðin í 10 mín., síðan síuð frá, suðan látin koma upp aftur og jafnað með kartöflumjölinu, hunanginu bætt í, látið rjúka og þeytt á meðan. Eplin eru rifin niður og sett saman við. Borið fram með mjólk, rjómablandi eða vanillusósu. HEILSUVERND 181

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.