Heilsuvernd - 01.12.1972, Side 22

Heilsuvernd - 01.12.1972, Side 22
A víö og dreif Eggjahvíta og; æðakölkun Það er haft eftir þekktum sér- fræðingi í meinafræði við háskól- ann í Harvard í Bandaríkjunum, S. McCully að nafni, að þegar mikils sé neytt af kjöti, eggjum og osti, en i þessum matvælum er mikið af amínósýrunni metíónín, breytist hún í aðra amínósýru, homocystein. Úr henni myndast svo eggjahvítu- efni, sem setjast í æðaveggi, en við það missa þeir þanþol sitt og verða harðir og lítt sveigjanlegir. 1 þessu m.a. er hin svokallaða æðakölkun fólgin. Og sumir telja þessar breyt- ingar undanfara þess, að kólesteról og fleiri efni setjist innan á æða- veggina og þrengi þannig æðarnar. (Halso-nytt) Keykingar og andvana fæðingar Athuganir gerðar af brezkum læknum hafa leitt í jós, að um 1500 börn fæðast andvana eða deyja skömmu eftir fæðingu í Bretlandi árlega sem afleiðing af því, að kon- urnar reykja um meðgöngutímann. (Keform-Kundschau) Beykingar á vinnustöðum og í járnbrautum Nýleg skoðanakönnun hefir sýnt, að 81% manna eru á móti reyking- um á vinnustað. Einu ári áður var sambærileg tala 76%. Þeim fer stöðugt fjölgandi, sem óska eftir járnbrautarklefum, þar sem reyk- ingar eru bannaðar, þannig að slík- um klefum hefir þurft að fjölga. Til skamms tíma voru reykingaklefar miklu fleiri en Jainir, en eru nú álíka margir. (Bef orm-Rundschau) Eyfjum að kenna Ríflega 60 af hundraði allra kvart- ana sjúklinga í sjúkrahúsum eiga rót sina að rekja til lyfja, sem þeir hafa notað að fyrirsögn lækna, segir yfirmaður lyfjadeildar læknaskól- ans í Stanford. (Eet’s Live) Barnauppeldi í Þýzkalandi Tveir þriðju hlutar foreldra í Vestur-Þýzkalandi virðast líta á barsmíðar sem beztu uppeldisað- ferðina. Börnum er oft misþyrmt, og verður það sjaldnast uppvíst. (Beform-Bimdschau) Skriftamál læknis fyrir 70 árum Þegar öllu er á botninn hvolft, þá er ég engan veginn sannfærður um, að mortalitet (dánartala) landsmanna vaxi til verulegra muna ,þótt allir læknar væru horfnir. (Guðmundur Hannesson, Lækna^ blaðið 1902) Offita I Þýzkalandi Þýzka heilbrigðisstjórnin hefir látið fara fram skoðanakönnun á því, hvort fólk yfir fimmtiu ára aldri telji sig of feitt. Um 40% þeirra aðspurðu töldu svo vera, og i þeim hópi voru aðeins fleiri konur en karlar. (Reform-Rundschau) 182 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.