Heilsuvernd - 01.05.1982, Side 3
Útgefandi:
Náttúrulækningafélag íslands
Forseti:
Zophonias Pétursson
Ritnefnd:
Gísli Ólafsson (ábm.), Freyr Bjartmarz,
Roy Firus.
Efni:
Jónas Kristjánsson:
Sagt fyrir 30 árum................... 2
Um hvítlauk.......................... 4
Læknir læknar sjálfan sig af krabba-
meini................................ 5
Zophonías Pétursson:
Bakverkur........................... 10
Lærið að matbúa sem einfaldast .... 14
Matur og Megin...................... 15
Rasmus A isaker:
Saga af vanfóðrun með ofeldi........ 19
Þorgerður Hermannsdóttir:
Austurlenskar alþýðulækningar........20
Ársæll Jónsson lœknir:
Trefjaefni.......................... 25
Fróðleikskorn um helstu matjurtir okkar
íslendinga.......................... 28
Forsiðumynd:
Kartöfluupptaka eftir Gunnar Þorleifs-
son.
Afgreiðsla:
Skrifstofa Náttúrulækningafélags ís-
lands, Laugavegi 20B, sími 16371.
Verð:40 kr. heftið.
Prentun: Prenthúslð
Til lesanda
Við lendingu d Keflavíkurflug-
velli eftir lengri eða skemmri
dvöl erlendis, og ferðalangurin
stígur út úr flugvélinni á íslenska
jörð, þá er það fyrsta er gerist að
hann staðnæmist sem snöggvast,
dregur djúpt að sér andann, og
finnur hið hreina og tæra loft
fylla lungun.
Gengur síðan hægum skrefum
til flugvallarbyggingarinnar, og
teygar að sér þetta hreina og
tæra loft með djúpum og róleg-
um andardrœtti. Þetta er gamal-
kunnugt um fólk sem kemur til
landsins:
Þá er og fyrsta verk er heim kemur, að renna vatni í glas og drekka
hægt í smáum sopum og njóta drykkjarins. Falla þá gjarnan nokkur
blessunarorð um það, sem ísland hefir umfram önnur lönd.
— Hið hreina loft og vatn. —
Von við þá og óskum, að þessi gjöf til okkar, megi sem lengst hald-
ast hrein og tær. Þetta h/ítur að verða enn staðfastara í hugum
vorum er land þetta byggjum, er að mengun er farin að sækja að
okkur úr öllum áttum.
Mál sem mikið hefir verið rætt um undanfarið, og haldið hefir ver-
ið heilt þing I sambandi við tannskemmdir. Jafnvel gengið svo langt
að tala um, og í fullri alvöru að blanda Flour I heilsuvatn lands-
manna.
Nú er það svo að nær allt tannkrem er blandað með flour, og mætti
leiða að því huga, að ef tennur væru vel burstaðar og skolaðar, þá
ætti það að vera allt nægilegt, enda þótt ekki yrðu menn til þess
neyddir að neita flour í öllu neysluvatni sínu. Enda ættu menn að
minni hyggju vonandi að njóta þess frjálsræðis, að drekka hreint og
ómengað vatn, svo lengi sem við eigum þess kost.
Vonandi gerir enginn bæjarstjórn né löggjafarvald sig seka um
nokkru sinni að leifa slíkt, og því síður að fyrirskipa það.
Tannskemmdir Islendinga sem vissulega eru miklar, gætu e.t.v.
frekar leitt hugann að stökkbreytingu á neysluvenjum landsmanna.
Það má með nokkru sanni segja, að fólk I dag neyti minna harðmetis
en áður var. Nútímahraðinn og skyndi borðhald, bæði kvölds og
morgna leiðir til þess að matreitt verður það sem auðveldast er.
Zophanías Pétursson
forseti N.L.F.Í.
Framhald á bls. 30
HEILSUVERND 1