Heilsuvernd - 01.05.1982, Side 11

Heilsuvernd - 01.05.1982, Side 11
hann hætti við estrogenið og fimmtán mánuðum eftir að hann byrjaði á macrobiotics matar- ræði sýndi rannsóknin beina- sneiðmyndir og gammamyndir að Sattilaro var alveg laus við krabbamein. Allan þennan tíma hélt Satti- laro nákvæma skýrslu, og það ásamt því að hann er læknir, sem er mikils metinn í starfi sínu, hefur gert Sattilaro að mikilvirk- um talsmanni macrobiotics sem lækningaaðferð við krabbameini og öðrum hrörnunarsjúkdóm- um. Enda þótt ekki sé enn búið að ráða fram úr öllum vandamál- um, er Sattilaro að vinna að því að koma upp macrobiotic lækn- ingastöð í einhverjum tengslum við Methodist Hospital. Hann segir þó að það séu gífurleg lög- fræðileg vandamál samfara því að læknir breyti út af viður- kenndum lækningafræðilegum aðferðum í meðferð sjúkdóma. ,,Ef læknir er lögsóttur fyrir mistök í starfi, hvern getur hann þá kallað til sem sérfræðilegt vitni, sem dómstólar viður- kenna? Venjulega dvelur sjúkl- ingur ekki nema þrjár vikur á sjúkrahúsi,“ segir Sattilaro. „Það hefur tekið mig fimmtán mánuði að breyta ástandi mínu, hvað á að gera við sjúkling, sem lifir á macrobiotics á sjúkrahús- inu en fer heim í sitt daglega starf og umhverfi og fær sér fyrsta bitann af nautasteikinni?“ Hann bendir á, að meðan ekki sé um að ræða skipulagt heilbrigð- isstarfslið, sem heimsæki sjúkl- inga og stundi macrobiotics, sé gifurleg hætta á að slík lækn- ingastöð muni mistakast. Satti- laro vill gjarnan gera nákvæmar tilraunir á stofnun, þar sem unnt væri að fylgjast vandlega með sjúklingunum. ,,Það sem þá kemur fram, verður þannig, að starfsbræður mínir geta endur- tekið slíkar tilraunir og við mun- um safna í upplýsingabanka, sem myndi styðja að því að við gætum gert slíkar tilraunir í stór- um stíl.“ Sattilaro vinnur nú þegar með mörgum sjúklingum, sjálfboða- liðum með margvíslega sjúk- dóma, þar á meðal krabbamein og starfsfólk Methodist leitar til hans eftir ráðleggingum hans aðrir vísa vinum sínum til hans. Þegar Giacobbo var spurður að því, hvort hann myndi vísa dauðvona sjúklingi til Sattilaro til að reyna macrobiotics, svar- aði hann: „Auðvitað, ég myndi ekki hika við að vísa sjúklingi til Tony, hann er mjög traustvekj- andi og áreiðanlegur.“ Sattilaro reynir að sannfæra starfsbræður sína og vinnur að því að koma af stað tilraunum, sem geta sannfært vísindaheim- inn. En hver sem útkoman verð- ur, þá nýtur hann lífsins nú. „Ég er lifandi,“ segir hann, „og fyrir mig er einföld skál af hýðishrís- grjónum veislumatur.“ /z>\ '&sn 'rvi J%, vL ^ 'f"—Zjm HEILSUVERND 9

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.