Heilsuvernd - 01.05.1982, Qupperneq 24

Heilsuvernd - 01.05.1982, Qupperneq 24
ari teikningu að korntegundir eru mest í jafnvægi. Það á að forðast að borða fæðutegundir sem eru lengst frá jafnvægis- punktinum, eins er það Iíka regla að borða mat sem er í jafnvæg- inu 1 á móti 7, eða 1 hluta úr Yang hópnum á móti 7 hlutum úr Yin hópnum. 1. Um helmingur þess sem borð- að er yfir daginn er kornmatur, matreiddur á ýmsa vegu, bakað, steikt eða soðið. Mest eru notuð hýðishrísgrjón en einnig má nota bygg, heiia hafra, rúg, heilt hveiti, hirsi, bókhveiti, mais og flögur alls konar. Rúgbrauð, brauð úr grófum korntegundum og flatbrauð úr grófum kornteg- undum. 2. Minnst 5-10% af matnum yfir daginn á að vera Misósúpa eða grænmetissúpa krydduð m/tamari eða Shoyu. Hráefnin í súpuna geta verið grænmeti, þang og baunir. Skifta oft um uppskrift svo súpan verði ekki leiðigjörn. 3. Ca. 25 % af hverri máltíð á að vera grænmeti, 2/3 hlutar soðið en 1/3 hluti sem hrásalat eða gerjað eins og súrkál sem er mjög gott fyrir meltinguna. Ef mögulegt er, á að reyna að fá lífrænt ræktað grænmeti og best er að rækta grænmetið sjálfur. Ekki má henda laufinu af grænmeti eins og radísum, gulrótum og rófum, það á að nota bæði ræturnar og laufin, því í laufinu er mikið af steinefn- um og vítamínum sem fara for- görðum ef þeim er hent. 4. 10% af matnum yfir daginn má vera baunir og þang, dags- daglega er best að nota Aduki- baunir- Kjúklingabaunir og lins- ur. Aðrar baunateg. má nota af og til, til þess að auka á fjöl- breytnina. Þang á að nota á hverjum degi 22 HEILSUVERND og má matreiða það á ýmsa vegu, en einfaldast er að nota það daglega í súpuna. 5. Um 10% má vera ávextir eða fiskur og mætti t.d. borða fisk tvisvar — þrisvar í viku en ávexti afturámóti tvisvar í viku. Hér á landi verðum við að forðast ávexti sem vaxa í hita- beltislöndum, en borða frekar harðgera ávexti eins og epli og perur. Ávaxtasafa á ekki að drekka dagsdaglega en er í lagi að nota á sumrin í hitum. 6. Sem aukamat eða mat sem bragðbætir, má nota fræ og hnetur og verða þær fæðuteg- undir auðmeltari ef þær eru rist- aðar á þurri pönnu fyrst. 7. Drykkir sem mælt er með eru: þriggja ára te, kornkaffi, góð jurtate án litar eða ilmefna. Fjallagrasate er mjög gott eins blóðbergste og annað te úr ís- lenskum jurtum, sem hægt er að tina á sumrin og þurrka. Matur sem ber að forðast ef fólk vill bæta heilsufars- ástand sitt. Kjöt — dýrafita — draga úr neyslu á mjólk og mjólkurafurð- um — ávextir sem vaxa í hita- beltislöndum — ávaxtasafi — djús — gosdrykkir — kaffi — litað og örvandi te — vín og spir- itus — majónes og tilbúnar sósur — pakkamatur — sykur — síróp — saccarín og önnur gervisæti efni — allt hreinsað og malað korn eins og hvítt hveiti. Matur sem er verksmiðjuframleiddur eins og dósamatur, frystur og lit- aður matur. Sterk krydd og edik sem gerjað er með sykri. Þær gtrænmetistegundir sem ekki uppfylla kröfurnar um jafn- vægi, það er grænmetið er of út- víkkandi eða Yin er: tómatar, kartöflur — spínat — aspas — eggaldin — avacado — rauðróf- ur og grænmeti upprunnið frá hitabeltislöndum. Borðið 2-3 máltíðir á dag og á vissum matmálstímum. Það má borða eins mikið og hvern lystir svo framarlega að maturinn sé í jafnvægi og þess gætt að tyggja nógu vel, því mikill hluti fæðis- ins eru kolvetni og þau byrja að meltast í munninum, þess vegna er það mjög mikilvægt að tyggja nógu vel til að létta meltingar- starfsemina. Það ætti enginn að borða 3 tímum fyrir svefn. Drekkið lítinn vökva og aðeins þegar ykkur þyrstir. Ef ykkur langar enn í kjöt þá reynið að hafa hlutfallið ekki meira en 15% af máltíðinni. Þetta er matarræðið í grófum dráttum og er ekki sama við hvaða skilyrði við búum, við bú- um t.d. við kalda veðráttu og þurfum því á mat að halda sem gefur okkur hita og kraft, en aft- ur á móti í heitum löndum þarf maturinn að vera kælandi. Þess vegna getum við borðað fisk, en dregið úr ávöxtum, því fiskurinn tilheyrir þeim flokknum sem þéttir og gefur orku en ávextir þeim flokknum sem útvíkkar og kælir. Eins á að gera greinarmun á hvernig matreitt er eftir árstíma, á veturna notum við meiri steik- ingu, lengri suðu, bragðmeiri mat, og kraftmeiri mat til að gefa hita og orku. Á sumrin þarf léttari mat- reiðslu, minna saltan mat, meiri hrásalöt og oftar ávexti. Þær matvælategundir sem kunna að koma fólki spánskt fyrir sjónir ætla ég að útskýra svolítið nánar. Misó (hefur fengist í Korn-

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.