Heilsuvernd - 01.05.1982, Page 25

Heilsuvernd - 01.05.1982, Page 25
markaðnum). Er gerjað úr soja- baunum ásamt einhverjum korn- tegundum og salti og við það fást mismunandi gerðir af mísó. Blandan er látin gerjast í ca. 18 mánuði og geymist án þess að bætt sé í misóið rotvarnarefnum. Þetta er ákaflega holl fæðuteg- und, vegna þess að hún inniheld- ur mjólkursýrubakteriur sem, styrkja þarmastarfsemina, styrk- ir veikburða meltingarfæri, eyk- ur á útskilnað eiturefna úr lík- amanum. Misó inniheldur eggja- hvítu, kalk, járn og B vitamín. Misó inniheldur líka Bj^ víta- mín sem margir halda fram að sé erfitt að fá úr öðrum mat en kjöti. Shoyu eða Tamari. (hefur fengist í Kornmarkaðnum) er líka úr sojabaunum sem eru látn- ar gerjast m/vatni og salti í 18 mánuði og innihalda mikils til sömu efni og Misó. Þang: Hér áður fyrr borðuð- um við íslendingar miklu meira af þangi en nú er gert og notuð- um við aðallega sölin, en hér við land eru miklu fleiri tegundir sem nýta má til manneldis. í þanginu er ótal steinefni og snef- ilefni sem eru okkur nauðsynleg, og að auki hefur þangið þann eiginleika að draga í sig mengun úr líkamanum og skilur mengun- ina út með saur og öðrum lík- amsvessum. Þang má matreiða á margan hátt bæði í salöt, soðið m/græn- meti og í súpur sem er mjög ljúf- fengt. Þang hefur fengist í Man- illa. Sölin er mjög gott að nota á eftirfarandi hátt: Rista þau í ofni við meðalhita, mylja þau í duft og nota sem salt út á mat. Þangið inniheldur líka B j^ vítamin ásamt folinsýru og fleiri vitamin. Þriggja ára te: (hefur fengist í Kornmarkaðnum). Þetta eru stönglar og neðstu blöðin af græna terunnanum og blöðin eru látin vera á jurtinni í 3 ár áður en þau eru tínd. Teið er ristað á þurri pönnu og geymt síðan í krukku m/góðu loki. Teið er síðan soðið og seyðið drukkið. Ekki má henda te- stönglunum því það er hægt að nota sömu stönglana í fjögur skipti. Þetta er mjög næringar- ríkt te og inniheldur m.a. mikið kalk. Ég hef hér stiklað á stóru í sambandi við matarræðið en hvernig hægt er að breyta á- standi hvers og eins fyrir sig er svo önnur saga og kemur þar margt til greina eins og hvað við- komandi hefur borðað áður fyrr og er hægt að lagfæra núverandi ástand með matarræði sem hent- ar hverjum og einum bæði með því að benda á ýmis meðul og bakstra sem hver og einn getur soðið og útbúið sjálfur, en um það efni er ekki hægt að gefa neina algilda reglu þar sem það fer eftir ástandi hvers einstakl- ings fyrir sig. Að lokum ætla ég svo til gam- ans að segja frá því sem ég hef lagt stund á þessi undanfarin sumur við skólann. 1. Heimspekina á bak við kenn- inguna, í hverju Yin og Yang er fólgið. 2. Matarræði bæði almenna matreiðslu og matreiðslu fyrir sjúka. 3. Shiatsu nudd, sem kalla mætti nálarstungunudd því það byggir á nálarstungupunktunum. Eru þeir örvaðir til þess að koma á réttu orkustreymi um líkamann og losa um stíflur sem myndast hafa. 4. Sjálfsnudd sem byggir á sömu aðferð og Shiatsu, en sjálfsnudd getur hver og einn notað á sjálf- an sig án mikillar fyrirhafnar, það stuðlar líka að því að losa um stiflur og koma réttu orku- streymi af stað um líkamann. 5. Réttingaræfingar. 6. Geymsluaðferðir á mat eins og t.d. að sýra grænmeti og útbúa fyrir veturinn án þess að nota sykur eða rotvarnarefni. Eins að útbúa afurðir eins og Tofu, og aðrar afurðir úr sojabaunum. 7. Aikidó eða bardagalist og má nota sem sjálfsvörn. 8. Læra að taka eftir ytri ein- kennum sem geta bent á hvað amar að hverjum og einum og ráðleggja matarræði og æfingar eftir því. Þetta er mjög skemmtilegt og fróðlegt nám og ef einhverjir fleiri hafa áhuga á þessum efnum læt ég heimilisfangið í skólanum fylgja með. The Michio Kuski Institute of London 188 Old street London E.C.I. England. Hér kemur sýnishorn af því sem ég borða yfir daginn. Morgunmatur: Grautur úr neilum höfrum og byggi eða hafraflögum. Heilir hafrar skol- aðir kvöldinu áður og soðnir í vatni og örlitlu salti, slökkt á hellunni og potturinn látinn standa á hellunni til næsta dags, þá bæti ég byggflögum út í og sýð áfram. Sem útálát rista ég á þurri pönnu sólblómafræ og steinka yfir þau shoyu. Hádegismatur: Hrisgrjóna- bollur og soðið grænmeti. Bollurnar bý ég út á þann hátt að ég sýð 1 bolla af hýðisgrjón- HEILSUVERND 23

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.