Heilsuvernd - 01.05.1982, Page 26

Heilsuvernd - 01.05.1982, Page 26
um í 1 Vi bolla af vatni ásamt salti. Soðið saman við lítinn hita í 1 klst. Móta bollur úr grjónun- um sem ég hnoða mjög þétt sam- an, tek síðan Nori þang (fæst í Manilla) rista það yfir heitri plötunni þar til það verður fagurgrænt, skipti plötunni niður í 4 ferninga og set bolluna á milli tveggja ferninga og hnoða þanginu vel utanum. Þetta er ákaflega þægilegur matur til að hafa með í vinnuna eða í útilegur og ef bollurnar eiga að geymast lengi er gott að setja inn í miðj- una á þeim lítinn hluta af Ume- bosi plómu, þær virka eins og rotvarnarefni. Kvöldmatur: Misósúpa sem er útbúin á þann hátt að í pottinn fer vatn og örl. salt, þangbiti og síðan það grænmeti sem fyrir hendi er eins og t.d. laukur í sneiðum, gulrætur í bitum og blómkál í hríslum. Þegar græn- metið er soðið er 1 tsk. misó sett í súpudiskinn og það hrært út með örlitlu af grænmetissoðinu og síðan er grænmeti og soði ausið upp á diskinn. Þetta er mjög ljúffeng og nærandi súpa. Hrísgrjón m/ adukibaunum: 3A bolli hrísgrjón og bollinn fylltur upp með adukibaunum, soðið í 2 bollum af vatni ásamt örl. salti í 1 klst. Soðið hvítkál m/ristuðu sesamfræi. Soðið þang m/gulrótum og lauk. Sýrt grænmeti eins og t.d. snöggsoðnar rófur sem settar eru heitar í lög úr hrísgrjónaediki og vatni eftir smekk. Það er mjög mikilvægt að borða alltaf eitthvert súrt grænmeti í lok máltíðar því það styrkir meltingarfærin. Að endingu drekk ég tebolla eða gott kornkaffi. 24 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.