Fréttablaðið - 11.12.2021, Síða 40
Ég trúi
alltaf
svolítið á
að þetta sé
níutíu
prósent
heppni.
Ólafur Arnalds frumflutti í
sumar lög af nýjustu breið-
skífu sinni, Some Kind of
Peace, í hringleikahúsinu
Odeon í Aþenu og ræddi í
framhaldi við söngkonuna og
rithöfundinn Hlín Leifsdóttur
um tengsl og tengslaleysi,
sigra og áskoranir á erfiðum
tímum.
Þegar tré fellur í skógi, en
enginn heyrir, kemur
samt hljóð?“ er spurt
í gamalli ráðgátu . Á
tímum samkomu banna
glíma margir listamenn við til-
vistarspurningar í anda hennar.
Fyrir utan fjárhagslegt tjón upplifa
margir f lytjendur ákveðið tengsla-
leysi við að sjá aðdáendur aldrei
bregðast við listinni í raunheimum.
En listin finnur sér alltaf leið. Ólafur
Arnalds er einn þeirra sem hafa
uppskorið ríkulega fyrir starf sitt í
þágu listarinnar á erfiðum tímum.
Í nóvember voru Loom og Bottom
Line, tvö laganna á nýjustu breið-
skífu hans Some Kind of Peace, til-
nefnd til Grammy-verðlaunanna.
Breiðskífan var frumflutt í Aþenu í
júlí síðastliðnum á fyrstu tónleikum
Ólafs eftir langt hlé.
Fokk!
Á heitu sumarkvöldi, lágt í hlíðum
Akrópólis, gengur látlaus ungur
maður inn á sviðið í nærri tvö
þúsund ára gömlu hringleikahúsi.
Hann lítur ráðvilltur í kringum sig,
virðir fyrir sér þúsundir andlita,
f lóðlýst hofin sem gnæfa fyrir ofan
leikhúsið og stjörnurnar á nætur-
himninum. Hann gleymir stund
og stað, og þúsundum sem horfa á
hann, þar til hann rankar loks við
sér og segir stundarhátt: Fokk!
Áhorfendaskarinn brestur í
hlátur. Ekkert gat verið jafn óvænt
á jafn virðulegum stað og einmitt
þetta orð. Ekkert gat heldur verið
jafn einlægt.
„Þetta er það sem fólk elskar við
hann,“ útskýrir sessunautur minn,
Vasilis. „Hann er svo eðlilegur.
Hann er ekkert virðulegur, skilurðu,
bara svona strákurinn í næsta húsi.“
Síðan horfir hann í kringum sig með
stjörnur í augunum. „Þetta er stóri
draumurinn minn,“ segir hann, „að
fá að spila hérna.“
Vasilis er ekki sá eini. Fyrir neðan
hringleikahúsið er löng göngugata
full af tónlistarmönnum af öllum
toga sem virða fyrir sér f lóðlýst
leikhúsið á meðan þeir spila fyrir
vegfarendur. Ég hef oft tekið þá tali
og allir sögðu þeir að æðsti draum-
ur þeirra væri að spila á sviðinu í
Odeon. Frá göngugötunni að svið-
inu í hringleikhúsinu er örstutt leið
sem þó er óralöng og fáum fær. Ætli
sviðið í Odeon hafi ekki einnig verið
helsti draumur allra listamanna
Aþenuborgar fyrir nærri tvö þús-
und árum?
Nú stendur Íslendingurinn á
þessu langþráða sviði á fyrstu tón-
leikum sínum síðan Covid hófst.
Að vísu kom síðasta
breiðskífan hans út
einhverjum mánuð-
um fyrr, en hafði þó
ekki verið spiluð á
sviði. Áður en hann
hefur f lutninginn
trúir hann áhorf-
endum fyrir því að
þangað til þetta
kvöld hafi honum
l iðið eins og
breiðskífan væri
aðeins blekking,
nánast eins og
hann hefði bara
dreymt hana.
Þ v í a ð e i n s
áhorfendur af
holdi og blóði geti gert hugarfóstur
hans áþreifanlegt. Nú getur hann
loksins meðtekið að það sé raun-
verulega komið í heiminn.
Þakkaði ömmu sinni
Ólafur setur tóninn með því að gefa
áhorfendum hann. Hann spilar tón,
biður áhorfendur að taka undir, og
á meðan þeir syngja tekur hann
raddir þeirra upp. Síðan blandar
hann upptökunni inn í tónlistina
það sem eftir er. Allt í einu er eins
og áhorfendur eigi hlutdeild í tón-
leikunum, séu eitthvað meira en
vitni að þessu undri. Rödd hvers
einasta mannsbarns í salnum berst
frá fornfræga sviðinu og við upp-
lifum að einhvern veginn séum við
öll orðin hluti af þessu listaverki.
Það er fallegt og stjörnubjart kvöld
og einhvern veginn er eins og við
séum öll líka orðin stjörnur.
Það verður ljóst þegar líður á
kvöldið að óformleg og einlæg fram-
koma listamannsins heillar aðdá-
endur hans ekki síður en tónlistin.
Fyrir vikið hverfur fjarlægðin sem er
venjulega milli tónlistarmanna og
áhorfenda. Það er eins og þarna sé
strákurinn í næsta húsi kominn til
að spila tónlistina sína.
Og þegar Ólafur fer að tala um
ömmu sína, Ásdísi Andrésdóttur
Arnalds frá Neðra-Hálsi í Kjós, sem
lét hann alltaf hlusta á klassíska
tónlist þegar hann kom í heimsókn
og hann þakkar fyrir að hafa gert sig
að tónlistarmanni, líður okkur eins
og við höfum óvænt lent á trúnó
við listamanninn. Ólafur leikur svo
fyrir okkur lag sem hann samdi til
minningar um ömmu sína. Hann
er einn á sviðinu að spila, án hljóm-
sveitar, en á ákveðnum tímapunkti
heyrum við hljóðfæri, sem ekki sjást
á sviðinu, svara laglínunni, rétt eins
og þarna sé amman að svara honum
úr handanheimum. Sjaldan hefur
maður séð fleiri tár falla á tónleik-
um en á þessu magnaða augnabliki.
Gleðin er þó nær en sorgin í
Odeon þetta kvöld og hlátrasköllin
ekki færri en á vel heppnuðu uppi-
standskvöldi. Þetta má ekki síst
þakka því hvernig Ólafur höndlar
óvæntar aðstæður, eins og þegar
hávær skordýr taka undir tónlist-
ina af miklum móð, og hann horfir
gremjulega upp í loftið, kvartar yfir
„samkeppninni“ og áhorfendaskar-
inn brestur í hlátur.
Nándin mikilvæg
Eftir tónleikana leikur mér forvitni
á að vita hvort óvenju frjálsleg sviðs-
framkoma listamannsins sé í raun
meðvituð. Það reynist rétt. „Ég ólst
upp í pönkinu,“ segir Ólafur, „þar
sem það þótti ekkert spennandi að
tónlistarfólkið væri á einhverjum
öðrum stalli en áhorfendurnir.
Menn voru rosa mikið að stunda
það að spila bara á gólfinu til dæmis,
fyrir framan sviðið, til að vera á
jafningjagrundvelli.“
Þegar Ólafur varð frægur og fór að
spila í stærri höllum fannst honum
eins og þessu nána sambandi áhorf-
enda og tónlistarmanns sem hann
upplifði í minni sölum pönksins
væri ógnað af virðuleika og stærð
nýrra salarkynna.
„Það erfiðasta við að vera allt
í einu að spila í þessum fínu tón-
leikahöllum er að ég er allt í einu
kominn á svo háan stall,“ segir
hann. „Þetta byrjaði að vera ein-
hvern veginn partur af þessu hjá
mér, að það fyrsta sem ég þyrfti
að gera væri að brjóta niður þessa
spennu, þessa ímynd um að fólk sé
að gera eitthvað „merkilegt“, og bara
koma öllum meira niður á jafningja-
grundvöll og þá náum við miklu
meiri nánd, á milli mín og fólksins.
Þá náum við einhverjum tengslum
sem manneskjur, sem fyrir mér er
Útkomna breiðskífan
sem var samt ekki til
Ólafur tekur
upp raddir
áhorfenda til að
brjóta ísinn.
MYND/ANNA
MAGGÝ
Hlín Leifsdóttir
hlinleifsdottir
@gmail.com
miklu meira virði heldur en ein-
hvers konar upphafning tónlistar-
mannsins.“
Áhorfendur þátttakendur
Skyldi þetta einnig vera ástæða þess
að hann tekur upp raddir áhorf-
enda?
Ólafur játar því. „Ég man nú ekki
alveg hvernig þetta byrjaði,“ segir
hann, „en þetta hefur alltaf verið
leið til að brjóta ísinn. Ef andrúms-
loftið er eitthvað stíft þá virkar
þetta rosalega vel til að brjóta það
upp og fá alla til þess að slaka aðeins
á og taka þessu ekki of alvarlega. Fá
fólk til að taka þátt í músíkinni sem
það er að hlusta á. Þá eru þau orðnir
þátttakendur en ekki bara áhorf-
endur. Þá er þetta orðið tveggja
manna samtal.“
En hvaða ráð myndi Ólafur gefa
þessum ótal sálum sem dreymir
um að fá að koma fram á Odeon,
stærsta draumi allra grískra tón-
listarmanna? Hvernig ná menn
svona langt?
„Ég trúi alltaf svolítið á að þetta
sé níutíu prósent heppni,“ segir
Ólafur hógvær. „Réttur maður, á
réttum tíma, með réttu tónlistina,
er bara heppni. Ég er með þessa tón-
list á tímum þar sem fólk vill heyra
þessa tónlist. Það er bara einhvers
38 Helgin 11. desember 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ