Skírnir - 01.04.2009, Page 45
SKÍRNIR
LÍFSGILDI ÞJÓÐAR
43
Tilgáta mín eða kenning er sú að lífsgildi þjóðarinnar megi
flokka í þrennt í samræmi við þá greiningu á lífsverkefnum okkar
sem ég minnti á. Fyrst má nefna þau gildi sem varða efnahaginn og
þau verðmæti og varning sem við þurfum að tryggja okkur með
því sem við framleiðum eða kaupum af öðrum; þessi gildi eru að
sjálfsögðu afar margvísleg eftir þörfum fólks og markmiðum, og
vitaskuld skipta þau okkur miklu máli. Næst koma stjórnunar-
gildin sem við þurfum að huga að þegar við skipuleggjum samlíf
okkar og tökum ákvarðanir í sameiginlegum málum. Hér ber
öryggi, frelsi og frið vafalaust hæst í flestum þjóðfélögum, en þessi
gildi eiga að tryggja að við gætum vel að samskiptum okkar og
samfélagi. Loks eru þau gildi sem tengjast beint andlegu lífi okkar
þar sem þekking og trú, list og fegurð, sannleikur og ást eru meðal
þess sem okkur þykir nokkru skipta og raunar ýmis önnur gildi
sem hugur okkar kann að standa til.
Nú mætti flytja langt mál um hvern flokk gilda fyrir sig, en hér
verður áherslan lögð á mikilvægt samspil þeirra í þjóðfélaginu.
Platon sá fyrir sér að þessum þremur gildissviðum þjóðfélagsins
tengdust ákveðnar stéttir sem hann kallaði framleiðendur, her-
menn og verndara og að hverri stétt væri ein dygð mikilvægust til
að rækta þau gildi sem í húfi væru. Framleiðendurnir þyrftu fyrst
og fremst á hófstillingu að halda og láta ekki glepjast af þeim ver-
aldargæðum sem á boðstólum væru. Hermennirnir, sem gættu
öryggis landsins og sæju til þess að allt gengi vel fyrir sig, þyrftu
fyrst og fremst á hugrekki að halda, en verndararnir, sem áttu að
skýra fyrir fólki og þjóðfélaginu öllu hvað því væri til góðs, þyrftu
einkum á visku að halda. Réttlæti ríkti í þjóðfélaginu þegar þorri
fólks legði rækt við þessar þrjár megindygðir, hófstillingu, hug-
rekki og visku.
Upphafning efnabagssviðsins
og vanræksla stjórnmála og andlegs lífs
Einn mikilvægan lærdóm má draga af kenningu Platons: Eigi mál-
efni samfélagsins að ganga skikkanlega fyrir sig, þurfa að vera
uppbyggileg, opin og skapandi tengsl á milli hinna þriggja sviða