Skírnir - 01.04.2009, Page 46
44
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
þjóðfélagsins því að annars nær ranglæti að grafa um sig, spilling
og lestir fá þá að grassera og smám saman hættir fólk að leysa lífs-
verkefni sín af hendi til góðs bæði fyrir sjálft sig og þjóðfélagið í
heild. Það er einmitt þetta síðastnefnda sem gerst hefur í okkar
þjóðfélagi og þess vegna vitum við líka hvað þarf að gera. Vinna
þarf markvisst að því að hlúa að gildunum sem í húfi eru á efna-
hagssviðinu, stjórnmálasviðinu og í andlegu lífi okkar og gæta
þess að þau styðji hvert annað, en að ekkert eitt þeirra drottni yfir
hinum.
I þjóðfélaginu gerist ekkert af sjálfu sér, eins og sumir virðast
trúa, heldur af því sem borgararnir ákveða sjálfir að gera. Og hér
blasir við það verkefni okkar allra að sjá til þess að uppbyggileg
tengsl verði bæði innan hvers sviðs um sig og á milli sviðanna
>riggja-
Þetta er óneitanlega flókið verkefni því að margskonar tog-
streita er ekki aðeins á milli sviðanna, heldur líka innan hvers
sviðs. Það kann raunar að myndast slík fjarlægð á milli þeirra og
þau styðji alls ekki hvert annað. Framagjarnir stjórnmálamenn
geta einangrast í sínum valdaafkima, fræðimennirnir í sínum fíla-
beinsturni, og framleiðendurnir kunna að gleyma sér yfir kjöt-
kötlunum. Og svo kann það að gerast, sem við erum nú að súpa
seyðið af, að þorri þjóðfélagsþegnanna hópast að kjötkötlunum
og hugsar um það eitt að skara eld að eigin köku. En það verður
til þess að menn vanrækja aðra þætti þjóðfélagsins, gefa sér ekki
tíma til að sinna öðrum gildum og rækta því ekki sem skyldi fjöl-
skyldu, stjórnmál eða félagslíf. Álagið sem fylgir einbeitingunni
að efnahagsgæðunum kallar á slökun í formi ýmiss konar neyslu
sem leikir, líkamsrækt, sjónvarp og jafnvel vímugjafar bjóða fólki
upp á, en ekki krefjandi mannleg samskipti þar sem fólk þarf að
hugsa af heilindum um hvað skipti máli.
Tilgáta mín er því sú að sú mikla áhersla sem lögð hefur verið
á efnahagsmálin í þjóðfélagi okkar síðustu árin og þá sérstaklega á
tiltekinn þátt þeirra, nefnilega fjármálin, hafi orðið til þess að við
höfum sem þjóð vanrækt stórlega bæði stjórnmálin og andlegt líf
þjóðarinnar. Stjórnmálin hafi smám saman orðið að leikvelli til-
tölulega fámenns hóps sem hafi óspart tekið ákvarðanir varðandi