Skírnir - 01.04.2009, Síða 50
48
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
Lítum nánar á hvert svið fyrir sig og hvernig þau vísa hvert á
annað og þarfnast hvers annars. Á efnahagssvibinu snúast málin
um hvað hægt er að gera og hvað er ekki hægt, hvað er mögulegt
og hvað er ómögulegt. Hér skiptir tæknikunnáttan öllu máli og
þau vísindi sem hana styðja. En það er því miður ekkert á efna-
hagssviðinu sem segir okkur hvort við eigum að gera allt sem við
getum gert, t.d. í framleiðslu og viðskiptum, né hvað við megum
og hvað við megum ekki til að skaða ekki þjóðfélagið. Nákvæm-
lega hér kemur stjórnmálasviðið til sögunnar þar sem sett eru lög
og reglur um hvað leyfilegt sé og hvað sé óleyfilegt, réttmætt eða
óréttmætt, miðað við meinta hagsmuni þjóðfélagsins í heild, en
ekki sérhagsmuni tiltekinna hópa. Hér eru það ákveðnar stofnanir
sem setja lögin og reglurnar og framfylgja þeim. En engin mann-
leg stofnun getur samt ákveðið hvað sé gott eða illt, satt eða ósatt,
fagurt eða ljótt, rétt eða rangt, í sjálfu sér. Hér kemur andinn til
sögunnar og hið andlega svið sem við öll tökum þátt í með hugs-
unum okkar, tilfinningum og tjáningu. Það væri marklaust að setja
í lög hvað er gott og hvað er illt, hvað er satt og ósatt, fagurt og
Ijótt, rétt eða rangt í siðferði. Hið andlega svið takmarkar þannig
svið stjórnmálanna, setur þeim mörk og bannar þeim að skipta sér
af hinum andlega veruleika, þar sem æðsta gildið hefur frá fornu
fari verið talið ástin eða kærleikurinn.
Stundum hefur stjórnmálasviðið ruðst inn á svið hins andlega
veruleika og lagt þar allt í rúst, rétt eins og efnahagssviðið hefur
ruðst inn á svið stjórnmálanna og sett þar allt í uppnám. Og and-
legt líf þjóða hefur lent á vergangi þegar allt hefur farið á tjá og
tundur í efnahags- og stjórnmálalífi þeirra. Þegar á reynir er það
hins vegar andleg atorka, vilji og styrkur þjóðar sem skiptir sköp-
um við að endurreisa efnahaginn og stjórnmálin. Það er nefnilega
ekki tæknikunnáttan ein sem úrslitum ræður, heldur hin siðferði-
lega viska sem segir okkur hvað ber að gera.
Það sem mestu skiptir í efnahagslífi og stjórnmálum er að sett
séu markmið sem eru í samræmi við þau gildi sem við skynjum og
finnum, sköpum og virðum í andlegu lífi okkar. Ef og þegar menn
móta efnahagslífið og þvínæst stjórnmálin án þess að skeyta um
lífsgildin sem í húfi eru í hinum andlega veruleika, þá taka menn