Skírnir - 01.04.2009, Page 51
SKÍRNIR
LÍFSGILDI ÞJÓÐAR
49
stefnuna þangað sem síst skyldi fara. Þess vegna er það rangt og
hættulegt að halda áfram að tyggja upp eins og við Islendingar
höfum gert hver eftir öðrum, að minnsta kosti síðan við urðum
sjálfstæð þjóð að nafninu til, að fyrst beri að hugsa um efnahags-
málin, svo stjórnmálin og loks hið andlega líf, menntun og menn-
ingu. Hinn nýi hugsunarháttur, sem ég er að kalla eftir, byrjar á
hinum andlegu lífsgildum, ekki síst hinum siðferðilegu, og skoðar
stjórnmálin og efnahagsmálin í ljósi þeirra.
Óraunsæi ráðamanna að undanförnu
Vafalaust kann einhverjum lesanda að þykja þessi boðskapur óraun-
hæf rómantík. Til að sýna fram á að svo sé ekki vil ég gera ofurlitla
grein fyrir því háskalega óraunsæi sem forkólfar okkar í efnahags-
málum og stjórnmálum hafa orðið berir að með alkunnum afleiðing-
um, þótt seint verði þeir sakaðir um það að hafa vanrækt að hugsa á
sinn hátt um efnahagssviðið. Nú er ég ekki að tala um það óraunsæi
sem stafað gæti af kunnáttuleysi þeirra eða reynsluleysi, heldur
óraunsæi sem á sér miklu dýpri rætur í andlegu lífi okkar og tengist
beinlínis vitund okkar um sjálf okkur. Til að skýra þetta óraunsæi er
því nauðsynlegt að minna á vissar staðreyndir um okkur sjálf sem
vitandi verur og við skulum nú staldra aðeins við þær.
Á síðustu öldum hafa margir haldið því fram að eitt skipti
mestu til skilnings á sjálfum okkur, nefnilega að við vitum af okk-
ur hvert fyrir sig sem sérstakri eða einstakri veru. Þessi sjálfsvit-
und, sem hér er minnt á, er ekki einfaldlega fólgin í því að vita af
sér; dýr á borð við hesta og hunda virðast óneitanlega hafa sína
meðvitund þótt við vitum ekki gjörla hvernig er að vera gæddur
henni. Við vitum hins vegar mæta vel hvað það er að vera gæddur
mennskri sjálfsvitund: Þá vitum við að við vitum af okkur! Að
vita að maður veit af sér, það er kjarni mennskrar sjálfsvitundar.
Og það er einmitt tilvalið að velta því fyrir sér á friðsælum stund-
um hvaða þýðingu þetta hefur fyrir mannlífið að við skulum vera
vitandi verur sem vita að þær vita af sér.
Allur samveruleiki okkar ber þess sem sé merki að við erum
sjálfsvitandi verur. Hann er þess vegna í eðli sínu allur af andleg-