Skírnir - 01.04.2009, Page 52
50
PÁLLSKÚLASON
SKÍRNIR
um toga og kann að taka á sig ólíkar myndir eftir hugmyndum
okkar og hugsunum, ímyndunum og tilfinningum á hinum ólíku
sviðum sem við höfum rætt um.
En hvar erum við sjálf, hvar er ég sjálfur staddur í samveruleika
okkar, þjóðfélaginu, sem sjálfsvitandi vera? Hvar er ég sem sjálfs-
vera staðsettur, ef svo má að orði komast, í efnahagskerfinu, á
sviði stjórnmálanna og í hinu andlega lífi? Staðsetning mín í efna-
hagskerfinu ræðst af störfum mínum þar og eignum, á stjórnmála-
sviðinu af völdum mínum ef einhver eru í landsmálum, á vinnu-
stað eða í fjölskyldunni, og á andlega sviðinu ræðst staðsetning
mín af því hvernig ég hugsa og tjái mig gagnvart öðrum og þeirri
viðurkenningu sem ég fæ frá öðrum. Þannig bindum við sjálfsvit-
und okkar við hlutverkin sem við leikum eða okkur er ætlað að
leika í félagslegum kerfum þjóðfélagsins.
Þessi binding við félagsleg hlutverk má hins vegar aldrei verða
of mikil vegna þess að þá missum við sjónar á því að sjálf erum við
hvert fyrir sig einstakar sjálfsverur sem eru án nokkurrar varan-
legrar festu í veruleikanum. Þegar við gleymum því að sjálf sál
okkar er hrein andleg vera og bindum hana heljarböndum við eign-
ir okkar, völd og hlutverk í þjóðfélaginu, þá missum við sjónar á
því sem mestu skiptir og teljum okkur hafa miklu meiri tök á veru-
leikanum en við höfum. Við leggjum sál okkar í eignir, völd og
virðingu, og þrá okkar eftir æ meiri eignum, meiri völdum og meiri
virðingu verður óseðjandi. Óraunsæið verður algjört og ákvarð-
anirnar í samræmi við það. Þetta virðist því miður hafa hent áhrifa-
fólk í ábyrgðarstöðum í þjóðfélagi okkar.
Að samhæfa þjóðarsálina og þjóðarviljann
Verkefnið er sem sagt að endurheimta sálir okkar í því skyni að
endurreisa efnahaginn og stjórnmálin á skynsamlegum forsend-
um. Mig langar til að gera eina atlögu enn að þrískiptingunni sem
ég hef lagt til grundvallar að skilningi á þjóðfélaginu, lífsgildunum
og lífsvandanum sem nú er við að etja. Ég ætla að nálgast viðfangs-
efnið í ljósi þess að fram undan eru óhjákvæmilega miklar deilur í
þjóðfélagi okkar bæði um það sem gerst hefur, fortíðina, og það