Skírnir - 01.04.2009, Page 54
52
PÁLL SKÚLASON
SKÍRNIR
okkar. Sumu getum við ekki skipt á milli okkar, svo sem tungunni
og sögunni, og það er álitamál að hve miklu leyti við getum skipt
landinu og auðlindum þess án þess að skapa þvílíkan ágreining
með þjóðinni að hún jafni sig ekki í langan tíma.
Þá er komið að þriðju merkingu sagnarinnar að deila, en hún
er sú að gera ágreining og vera ekki á sama máli og einhver annar.
Hér erum við komin inn á svið hugmynda og skoðana, kenninga
og röksemda, þar sem orðræðan skiptir höfuðmáli. Talað er um að
leysa deilumál, jafna ágreining, færa rök með eða á móti hugmynd-
um og skoðunum, fólk ræðir saman, sættist um niðurstöðu eða
kyndir undir ólíkum sjónarmiðum, kappræðir og rökræðir, sem
sagt deilir á marga vegu. Að deila í þeirri merkingu sem hér um
ræðir er ein mikilvægasta og oft gagnlegasta leiðin sem við höfum
til að móta sameiginlegan andlegan veruleika okkar þar sem við
þurfum á skýrum og styrkum hugmyndum að halda. En þá skipt-
ir líka öllu máli hvernig við deilum og hvaða umræðusiði við temj-
um okkur.
Sigurður Líndal, lagaprófessor, hefur verið óþreytandi við að
benda á að umræðusiðir okkar Islendinga séu ekki góðir, okkur sé
tamt að tala í upphrópunum og beita alls kyns málskrúðsbrögðum
til að koma máli okkar á framfæri og ná fram vilja okkar, en ekki
að flytja mál okkar af virðingu fyrir skýrum hugmyndum og rök-
um. Sennilega er kappræðan okkur Islendingum miklu hugstæðari
en rökræðan, enda hefur hún meira skemmtunargildi. Rökræðan
er þó miklu vænlegri leið til að þroska dómgreindina og efla hugs-
unina til að takast á við það sem máli skiptir og finna lausnir. Ef
hún er tekin alvarlega og iðkuð af metnaði og heilindum þá er hún
alltaf til þess fallin að betrumbæta hugmyndir. En þá verður fólk
líka að leggja sig eftir að hlusta hvert á annað. Þess vegna er rök-
ræðan meginumræðuháttur í vísindum og fræðum þar sem leitað
er þekkingar og skilnings. Þess vegna er hún líka svo mikilvæg
hvarvetna þar sem fólk leitar skilnings á hlutunum hvort heldur í
náttúrunni eða þjóðfélaginu og taka þarf ákvarðanir sem varða
gildi hlutanna.
I andlegu lífi er oft ástæðulaust að leysa ágreining á milli fólks.
Sum okkar hafa líka yndi af því að kynda undir ágreiningi, ekki til