Skírnir - 01.04.2009, Page 58
56
MAGNÚS SIGURÐSSON
SKÍRNIR
lokum. Sjálfur lét Joyce hafa það eftir sér að bókin og ráðgátur
hennar myndu halda fræðimönnum við efnið næstu árhundruðin.
Hann virðist ætla að hafa á réttu að standa.
Þrátt fyrir fjölda rannsókna og fræðirita er þó tæmandi úttekt
á umfjöllunarefni Finnegans Wake og þeim heimildum sem liggja
verkinu til grundvallar hvergi nærri fyrir hendi. Bókin, sem Joyce-
fræðingum telst til að skrifuð sé á hvorki fleiri né færri en sjötíu
og tveimur tungumálum, er gríðarlegt djúp allra þeirra auka- og
hliðarmerkinga sem orðaleikir hinna sjötíu og tveggja tungumála
verksins geta af sér. Því mun engin bók, bækur eða heilu ævistörf-
in nokkru sinni geta bent á alla merkingarauka Finnegans Wake.
Enda lítil ástæða til. En þekkingarþráin er okkur í blóð borin.
Fyrir vikið er ekkert lát á skýringarlyklum og bókum sem allar
hafa það að marki að varpa auknu ljósi á merkingu hins myrka og
draumkennda tungumáls Finnegans Wake. Við skulum því byrja á
að dýfa tánni, hið minnsta, í það ógnarmikla djúp.
í stað láréttrar söguframvindu er stundum sagt að framvinda
skáldsögunnar Finnegans Wake stefni lóðrétt niður á við, í átt til
hins fyrsta og forsögulega. Eftir slíkum leshætti beinist texti verks-
ins í átt til sjálfs uppruna mannsins, ástands hans og tungumáls.
Niðurför bókarinnar (og eflaust er hér um hómeríska niðurför í
heim hins liðna að ræða) er farin í krafti óþrjótandi „sifjaspella"
orða og orðstofna hinna ólíkustu tungumála sem höfundur parar
saman, klýfur, afbakar, brjálar og setur saman á ný, allt eftir eigin
kenjum og lærdómi. Því má segja að orðsifjafræðilegir („etymo-
logical") orðaleikir bókarinnar vísi sífellt í áttina að „edemólóg-
ískum“ frumtíma Adams/mannsins í aldingarðinum Eden, eða
öllu heldur að þeim atburði frumsyndarinnar sem markar sjálft
upphaf tímans — að sjálfu syndafallinu. Enda er sektin og hið
fallna ástand hins syndum spillta manns eitt af gegnumgangandi
þemum bókarinnar.
Finnegans Wake er því, á einu plani hinna dýnamísku orðsifja
textans, elegía yfir hinum fallna Adam — „adamelegy" (77.26),
svo um þetta eðli bókarinnar sé höfð afbökun Joyce sjálfs. I hverju