Skírnir - 01.04.2009, Page 61
SKÍRNIR
FORLESTUR AÐ FINNEGANS WAKE
59
hans (sjá ritgerð Derrida „Two Words for Joyce: He War“). En
það er önnur saga.
Það sem við skiljum þó mætavel, án allra skýringarlykla og
fræðibóka, er hljómfegurð Finnegans Wake, sem vísast mun seint
leikin eftir. Bókin endar á eintali ár-móðurinnar ALP (sem er allt
í senn Anna Livia Plurabelle, eiginkona söguhetjunnar Humphrey
Chimpden Earwickers, áin Liffey sem rennur í gegnum Dyflinni,
og sjálft tungumálið og flæði þess).3 Höfundur lýsir því er áin, í
eilífri hringrás sinni, streymir til sjávar að sameinast þar „föður“
sínum, og tekur tungumál verksins á sig eftirfarandi mynd og
ónómatópískan hljóm í óviðjafnanlegum meðförum Joyce þegar
bók hans fjarar út en hefst um leið að nýju:
My leaves have drifted from me. All. But one clings still. I’ll bear it on me.
To remind me of. Lff! So soft this morning, ours. Yes. Carry me along,
taddy, like you done through the toy fair! If I seen him bearing down on
me now under whitespread wings like he’d come from Arkangels, I sink
I’d die down over his feet, humbly dumbly, only to washup. Yes, tid.
There’s where. First. We pass through grass behush the bush to. Whish!
A gull. Gulls. Far calls. Coming, far! End here. Us then. Finn, again!
Take. Bussoftlhee, mememormee! Tili thousendsthee. Lps. The keys to.
Given! A way a lone a last a loved a long the
Hér er ekki úr vegi að geta þess að bandaríska ljóðskáldið Ezra
Pound, sem alla tíð var einn af dyggustu meðhjálpurum Joyce og
hafði meðal annars veg og vanda af útgáfu Ódysseifs og Æsku-
myndar listamannsins4, lagði í skáldskaparfræði sinni þunga áherslu
á mikilvægi hrynjandi og hljóms í skáldskap, rétt eins og Joyce.
Stórvirki Pounds sjálfs, The Cantos (Söngvarnir), jafnast reyndar
á við metnað og umfang Finnegans Wake. Hið ókláraða verk
Pounds telur rúmar átta hundruð blaðsíður, og líkt og Joyce var
markmið Pounds með verki sínu að gefa lesendum heildarmynd af
sögu mannsins og ástandi hans, bæði í aldanna rás og á okkar
3 „alfabet" verður til að mynda „allaphbed", þ.e. „farvegur Alph-árinnar“, þeirr-
ar sem kemur fyrir í hinu dularfulla og draumkennda ljóði Samuels Taylors
Coleridge „Kubla Khan“.
4 Báðar eru þær til í íslenskri þýðingu Sigurðar A. Magnússonar, svo og smá-
sagnasafn Joyce I Dyflinni.